Íslandi ber að greiða Icesave Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. maí 2010 13:09 Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sendi í dag áminningarbréf til Íslands. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að Ísland sé skuldbundið til að tryggja greiðslu á lágmarkstryggingu í samræmi við tilskipun um innstæðutryggingar til breskra og hollenskra sparifjáreigenda. Tilskipun þessi er hluti af EES-samningnum. Samkvæmt henni bar Íslandi að greiða breskum og hollenskum sparifjáreigendum 20.000 evrur í kjölfar falls Landsbankans. Samkvæmt tilskipuninni ber Ísland ábyrgð á því að innstæðueigendur í Icesave fái greiddar að lágmarki 20.000 evrur. Sú staðreynd að bresk og hollensk yfirvöld hafa greitt flestum innstæðueigendum þær lágmarksbætur breytir engu um skuldbindingar Íslands. Íslendingar þurfa að greiða þrátt fyrir algjört efnahagshrun Ríkisstjórn Íslands hefur sagt í bréfi til ESA að hún telji, að til að fullnægja kröfum tilskipunarinnar sé nægjanlegt að setja á fót tryggingarkerfi fyrir sparifjáreigendur. Ríkisstjórn hefur einnig haldið því fram að tilskipunin eigi ekki við í algeru efnahagshruni. ESA er ósammála þessum skilningi á tilskipunininni. Innstæðutryggingartilskipunin tryggir að sparifjáreigendur fái greiddar 20.000 evrur ef banki þeirra verður gjaldþrota. Öll ríki verða að sjá til þess að sparifjáreigendur njóti þeirrar verndar. Hún er nauðsynleg til þess að viðskiptavinir banka geti verið öruggir um sparifé sitt segir Per Sanderud forseti ESA. Stuttu eftir fall Landsbankans brugðust bresk og hollensk yfirvöld við og greiddu tryggingarkerfi þeirra sparifjáreigendum. Í Bretlandi fengu um 300.000 sparifjáreigendur greiddar 4.5 milljarð punda. Samkvæmt tilskipuninni var Ísland skuldbundið til að greiða um 2.1 milljarð af þeirri upphæð. Hollenski seðlabankinn greiddi 1.53 milljarð evra til 118.000 reikningseigenda og í samræmi við tilskipunina bar Ísland ábyrgð á greiðslu 1.34 milljarðs evra. Sparifjáreigendum mismunað eftir þjóðerni Íslensk yfirvöld gerðu greinarmun á innstæðueigendum í íslenskum útibúum og útibúum erlendis þegar gripið var til neyðarráðstafana í kjölfar bankahrunsins í október 2008. Innstæður í innlendum útibúum voru aðgengilegar þar sem þær voru færðar í nýju bankana, þ. á m. Nýja Landsbankann. Innstæðeigendur í erlendum útibúum höfðu ekki aðgang að reikningnum sínu og nutu ekki þeirrar lágmarksverndar sem tilskipunin mælir fyrir um. Tilskipunin mælir fyrir um að innstæðutryggingakerfi skuli taka til allra innstæðueigenda og heimilar þ.a.l. ekki slíka mismunum á sparifjáreigendum. Ísland braut því gegn tilskipuninni með því að tryggja ekki greiðslu lágmarkstryggingar til innstæðueigenda í Icesave. Íslenskum yfirvöldum var veittur tveggja mánaða frestur til að svara áminningarbréfinu. Áminningarbréf er fyrsta skref ESA í samningsbrotamálum. „ESA er fullkunnugt um að Ísland, Bretland og Holland hafa reynt að semja um lausn deilunnar. Ef slíkt samkomulag næst er ekki þörf á frekari aðgerðum af hálfu stofnunarinnar," segir Per Sanderud, forseti ESA, í tilkynningu frá ESA. Tengdar fréttir Icesave gæti endað fyrir EFTA dómstólnum Íslensk stjórnvöld hafa tvo mánuði til að svara áminningarbréfi sem ESA, Eftirlitsstofnun EFTA hefur sent þeim vegna Icesave deilunnar. Málið gæti að lokum endað fyrir EFTA dómstólnum. 26. maí 2010 13:38 Óvíst um samningsstöðu Íslands í Icesave málinu Það er ekki gott að segja hvaða áhrif bráðabirgðaálit ESA hefur á samningsstöðu Íslendinga gagnvart Bretum og Hollendingum í Icesave málinu, segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. 26. maí 2010 13:54 Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sendi í dag áminningarbréf til Íslands. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að Ísland sé skuldbundið til að tryggja greiðslu á lágmarkstryggingu í samræmi við tilskipun um innstæðutryggingar til breskra og hollenskra sparifjáreigenda. Tilskipun þessi er hluti af EES-samningnum. Samkvæmt henni bar Íslandi að greiða breskum og hollenskum sparifjáreigendum 20.000 evrur í kjölfar falls Landsbankans. Samkvæmt tilskipuninni ber Ísland ábyrgð á því að innstæðueigendur í Icesave fái greiddar að lágmarki 20.000 evrur. Sú staðreynd að bresk og hollensk yfirvöld hafa greitt flestum innstæðueigendum þær lágmarksbætur breytir engu um skuldbindingar Íslands. Íslendingar þurfa að greiða þrátt fyrir algjört efnahagshrun Ríkisstjórn Íslands hefur sagt í bréfi til ESA að hún telji, að til að fullnægja kröfum tilskipunarinnar sé nægjanlegt að setja á fót tryggingarkerfi fyrir sparifjáreigendur. Ríkisstjórn hefur einnig haldið því fram að tilskipunin eigi ekki við í algeru efnahagshruni. ESA er ósammála þessum skilningi á tilskipunininni. Innstæðutryggingartilskipunin tryggir að sparifjáreigendur fái greiddar 20.000 evrur ef banki þeirra verður gjaldþrota. Öll ríki verða að sjá til þess að sparifjáreigendur njóti þeirrar verndar. Hún er nauðsynleg til þess að viðskiptavinir banka geti verið öruggir um sparifé sitt segir Per Sanderud forseti ESA. Stuttu eftir fall Landsbankans brugðust bresk og hollensk yfirvöld við og greiddu tryggingarkerfi þeirra sparifjáreigendum. Í Bretlandi fengu um 300.000 sparifjáreigendur greiddar 4.5 milljarð punda. Samkvæmt tilskipuninni var Ísland skuldbundið til að greiða um 2.1 milljarð af þeirri upphæð. Hollenski seðlabankinn greiddi 1.53 milljarð evra til 118.000 reikningseigenda og í samræmi við tilskipunina bar Ísland ábyrgð á greiðslu 1.34 milljarðs evra. Sparifjáreigendum mismunað eftir þjóðerni Íslensk yfirvöld gerðu greinarmun á innstæðueigendum í íslenskum útibúum og útibúum erlendis þegar gripið var til neyðarráðstafana í kjölfar bankahrunsins í október 2008. Innstæður í innlendum útibúum voru aðgengilegar þar sem þær voru færðar í nýju bankana, þ. á m. Nýja Landsbankann. Innstæðeigendur í erlendum útibúum höfðu ekki aðgang að reikningnum sínu og nutu ekki þeirrar lágmarksverndar sem tilskipunin mælir fyrir um. Tilskipunin mælir fyrir um að innstæðutryggingakerfi skuli taka til allra innstæðueigenda og heimilar þ.a.l. ekki slíka mismunum á sparifjáreigendum. Ísland braut því gegn tilskipuninni með því að tryggja ekki greiðslu lágmarkstryggingar til innstæðueigenda í Icesave. Íslenskum yfirvöldum var veittur tveggja mánaða frestur til að svara áminningarbréfinu. Áminningarbréf er fyrsta skref ESA í samningsbrotamálum. „ESA er fullkunnugt um að Ísland, Bretland og Holland hafa reynt að semja um lausn deilunnar. Ef slíkt samkomulag næst er ekki þörf á frekari aðgerðum af hálfu stofnunarinnar," segir Per Sanderud, forseti ESA, í tilkynningu frá ESA.
Tengdar fréttir Icesave gæti endað fyrir EFTA dómstólnum Íslensk stjórnvöld hafa tvo mánuði til að svara áminningarbréfi sem ESA, Eftirlitsstofnun EFTA hefur sent þeim vegna Icesave deilunnar. Málið gæti að lokum endað fyrir EFTA dómstólnum. 26. maí 2010 13:38 Óvíst um samningsstöðu Íslands í Icesave málinu Það er ekki gott að segja hvaða áhrif bráðabirgðaálit ESA hefur á samningsstöðu Íslendinga gagnvart Bretum og Hollendingum í Icesave málinu, segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. 26. maí 2010 13:54 Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Icesave gæti endað fyrir EFTA dómstólnum Íslensk stjórnvöld hafa tvo mánuði til að svara áminningarbréfi sem ESA, Eftirlitsstofnun EFTA hefur sent þeim vegna Icesave deilunnar. Málið gæti að lokum endað fyrir EFTA dómstólnum. 26. maí 2010 13:38
Óvíst um samningsstöðu Íslands í Icesave málinu Það er ekki gott að segja hvaða áhrif bráðabirgðaálit ESA hefur á samningsstöðu Íslendinga gagnvart Bretum og Hollendingum í Icesave málinu, segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. 26. maí 2010 13:54