Íslandi ber að greiða Icesave Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. maí 2010 13:09 Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sendi í dag áminningarbréf til Íslands. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að Ísland sé skuldbundið til að tryggja greiðslu á lágmarkstryggingu í samræmi við tilskipun um innstæðutryggingar til breskra og hollenskra sparifjáreigenda. Tilskipun þessi er hluti af EES-samningnum. Samkvæmt henni bar Íslandi að greiða breskum og hollenskum sparifjáreigendum 20.000 evrur í kjölfar falls Landsbankans. Samkvæmt tilskipuninni ber Ísland ábyrgð á því að innstæðueigendur í Icesave fái greiddar að lágmarki 20.000 evrur. Sú staðreynd að bresk og hollensk yfirvöld hafa greitt flestum innstæðueigendum þær lágmarksbætur breytir engu um skuldbindingar Íslands. Íslendingar þurfa að greiða þrátt fyrir algjört efnahagshrun Ríkisstjórn Íslands hefur sagt í bréfi til ESA að hún telji, að til að fullnægja kröfum tilskipunarinnar sé nægjanlegt að setja á fót tryggingarkerfi fyrir sparifjáreigendur. Ríkisstjórn hefur einnig haldið því fram að tilskipunin eigi ekki við í algeru efnahagshruni. ESA er ósammála þessum skilningi á tilskipunininni. Innstæðutryggingartilskipunin tryggir að sparifjáreigendur fái greiddar 20.000 evrur ef banki þeirra verður gjaldþrota. Öll ríki verða að sjá til þess að sparifjáreigendur njóti þeirrar verndar. Hún er nauðsynleg til þess að viðskiptavinir banka geti verið öruggir um sparifé sitt segir Per Sanderud forseti ESA. Stuttu eftir fall Landsbankans brugðust bresk og hollensk yfirvöld við og greiddu tryggingarkerfi þeirra sparifjáreigendum. Í Bretlandi fengu um 300.000 sparifjáreigendur greiddar 4.5 milljarð punda. Samkvæmt tilskipuninni var Ísland skuldbundið til að greiða um 2.1 milljarð af þeirri upphæð. Hollenski seðlabankinn greiddi 1.53 milljarð evra til 118.000 reikningseigenda og í samræmi við tilskipunina bar Ísland ábyrgð á greiðslu 1.34 milljarðs evra. Sparifjáreigendum mismunað eftir þjóðerni Íslensk yfirvöld gerðu greinarmun á innstæðueigendum í íslenskum útibúum og útibúum erlendis þegar gripið var til neyðarráðstafana í kjölfar bankahrunsins í október 2008. Innstæður í innlendum útibúum voru aðgengilegar þar sem þær voru færðar í nýju bankana, þ. á m. Nýja Landsbankann. Innstæðeigendur í erlendum útibúum höfðu ekki aðgang að reikningnum sínu og nutu ekki þeirrar lágmarksverndar sem tilskipunin mælir fyrir um. Tilskipunin mælir fyrir um að innstæðutryggingakerfi skuli taka til allra innstæðueigenda og heimilar þ.a.l. ekki slíka mismunum á sparifjáreigendum. Ísland braut því gegn tilskipuninni með því að tryggja ekki greiðslu lágmarkstryggingar til innstæðueigenda í Icesave. Íslenskum yfirvöldum var veittur tveggja mánaða frestur til að svara áminningarbréfinu. Áminningarbréf er fyrsta skref ESA í samningsbrotamálum. „ESA er fullkunnugt um að Ísland, Bretland og Holland hafa reynt að semja um lausn deilunnar. Ef slíkt samkomulag næst er ekki þörf á frekari aðgerðum af hálfu stofnunarinnar," segir Per Sanderud, forseti ESA, í tilkynningu frá ESA. Tengdar fréttir Icesave gæti endað fyrir EFTA dómstólnum Íslensk stjórnvöld hafa tvo mánuði til að svara áminningarbréfi sem ESA, Eftirlitsstofnun EFTA hefur sent þeim vegna Icesave deilunnar. Málið gæti að lokum endað fyrir EFTA dómstólnum. 26. maí 2010 13:38 Óvíst um samningsstöðu Íslands í Icesave málinu Það er ekki gott að segja hvaða áhrif bráðabirgðaálit ESA hefur á samningsstöðu Íslendinga gagnvart Bretum og Hollendingum í Icesave málinu, segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. 26. maí 2010 13:54 Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sendi í dag áminningarbréf til Íslands. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að Ísland sé skuldbundið til að tryggja greiðslu á lágmarkstryggingu í samræmi við tilskipun um innstæðutryggingar til breskra og hollenskra sparifjáreigenda. Tilskipun þessi er hluti af EES-samningnum. Samkvæmt henni bar Íslandi að greiða breskum og hollenskum sparifjáreigendum 20.000 evrur í kjölfar falls Landsbankans. Samkvæmt tilskipuninni ber Ísland ábyrgð á því að innstæðueigendur í Icesave fái greiddar að lágmarki 20.000 evrur. Sú staðreynd að bresk og hollensk yfirvöld hafa greitt flestum innstæðueigendum þær lágmarksbætur breytir engu um skuldbindingar Íslands. Íslendingar þurfa að greiða þrátt fyrir algjört efnahagshrun Ríkisstjórn Íslands hefur sagt í bréfi til ESA að hún telji, að til að fullnægja kröfum tilskipunarinnar sé nægjanlegt að setja á fót tryggingarkerfi fyrir sparifjáreigendur. Ríkisstjórn hefur einnig haldið því fram að tilskipunin eigi ekki við í algeru efnahagshruni. ESA er ósammála þessum skilningi á tilskipunininni. Innstæðutryggingartilskipunin tryggir að sparifjáreigendur fái greiddar 20.000 evrur ef banki þeirra verður gjaldþrota. Öll ríki verða að sjá til þess að sparifjáreigendur njóti þeirrar verndar. Hún er nauðsynleg til þess að viðskiptavinir banka geti verið öruggir um sparifé sitt segir Per Sanderud forseti ESA. Stuttu eftir fall Landsbankans brugðust bresk og hollensk yfirvöld við og greiddu tryggingarkerfi þeirra sparifjáreigendum. Í Bretlandi fengu um 300.000 sparifjáreigendur greiddar 4.5 milljarð punda. Samkvæmt tilskipuninni var Ísland skuldbundið til að greiða um 2.1 milljarð af þeirri upphæð. Hollenski seðlabankinn greiddi 1.53 milljarð evra til 118.000 reikningseigenda og í samræmi við tilskipunina bar Ísland ábyrgð á greiðslu 1.34 milljarðs evra. Sparifjáreigendum mismunað eftir þjóðerni Íslensk yfirvöld gerðu greinarmun á innstæðueigendum í íslenskum útibúum og útibúum erlendis þegar gripið var til neyðarráðstafana í kjölfar bankahrunsins í október 2008. Innstæður í innlendum útibúum voru aðgengilegar þar sem þær voru færðar í nýju bankana, þ. á m. Nýja Landsbankann. Innstæðeigendur í erlendum útibúum höfðu ekki aðgang að reikningnum sínu og nutu ekki þeirrar lágmarksverndar sem tilskipunin mælir fyrir um. Tilskipunin mælir fyrir um að innstæðutryggingakerfi skuli taka til allra innstæðueigenda og heimilar þ.a.l. ekki slíka mismunum á sparifjáreigendum. Ísland braut því gegn tilskipuninni með því að tryggja ekki greiðslu lágmarkstryggingar til innstæðueigenda í Icesave. Íslenskum yfirvöldum var veittur tveggja mánaða frestur til að svara áminningarbréfinu. Áminningarbréf er fyrsta skref ESA í samningsbrotamálum. „ESA er fullkunnugt um að Ísland, Bretland og Holland hafa reynt að semja um lausn deilunnar. Ef slíkt samkomulag næst er ekki þörf á frekari aðgerðum af hálfu stofnunarinnar," segir Per Sanderud, forseti ESA, í tilkynningu frá ESA.
Tengdar fréttir Icesave gæti endað fyrir EFTA dómstólnum Íslensk stjórnvöld hafa tvo mánuði til að svara áminningarbréfi sem ESA, Eftirlitsstofnun EFTA hefur sent þeim vegna Icesave deilunnar. Málið gæti að lokum endað fyrir EFTA dómstólnum. 26. maí 2010 13:38 Óvíst um samningsstöðu Íslands í Icesave málinu Það er ekki gott að segja hvaða áhrif bráðabirgðaálit ESA hefur á samningsstöðu Íslendinga gagnvart Bretum og Hollendingum í Icesave málinu, segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. 26. maí 2010 13:54 Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Sjá meira
Icesave gæti endað fyrir EFTA dómstólnum Íslensk stjórnvöld hafa tvo mánuði til að svara áminningarbréfi sem ESA, Eftirlitsstofnun EFTA hefur sent þeim vegna Icesave deilunnar. Málið gæti að lokum endað fyrir EFTA dómstólnum. 26. maí 2010 13:38
Óvíst um samningsstöðu Íslands í Icesave málinu Það er ekki gott að segja hvaða áhrif bráðabirgðaálit ESA hefur á samningsstöðu Íslendinga gagnvart Bretum og Hollendingum í Icesave málinu, segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. 26. maí 2010 13:54