Íslandi ber að greiða Icesave Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. maí 2010 13:09 Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sendi í dag áminningarbréf til Íslands. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að Ísland sé skuldbundið til að tryggja greiðslu á lágmarkstryggingu í samræmi við tilskipun um innstæðutryggingar til breskra og hollenskra sparifjáreigenda. Tilskipun þessi er hluti af EES-samningnum. Samkvæmt henni bar Íslandi að greiða breskum og hollenskum sparifjáreigendum 20.000 evrur í kjölfar falls Landsbankans. Samkvæmt tilskipuninni ber Ísland ábyrgð á því að innstæðueigendur í Icesave fái greiddar að lágmarki 20.000 evrur. Sú staðreynd að bresk og hollensk yfirvöld hafa greitt flestum innstæðueigendum þær lágmarksbætur breytir engu um skuldbindingar Íslands. Íslendingar þurfa að greiða þrátt fyrir algjört efnahagshrun Ríkisstjórn Íslands hefur sagt í bréfi til ESA að hún telji, að til að fullnægja kröfum tilskipunarinnar sé nægjanlegt að setja á fót tryggingarkerfi fyrir sparifjáreigendur. Ríkisstjórn hefur einnig haldið því fram að tilskipunin eigi ekki við í algeru efnahagshruni. ESA er ósammála þessum skilningi á tilskipunininni. Innstæðutryggingartilskipunin tryggir að sparifjáreigendur fái greiddar 20.000 evrur ef banki þeirra verður gjaldþrota. Öll ríki verða að sjá til þess að sparifjáreigendur njóti þeirrar verndar. Hún er nauðsynleg til þess að viðskiptavinir banka geti verið öruggir um sparifé sitt segir Per Sanderud forseti ESA. Stuttu eftir fall Landsbankans brugðust bresk og hollensk yfirvöld við og greiddu tryggingarkerfi þeirra sparifjáreigendum. Í Bretlandi fengu um 300.000 sparifjáreigendur greiddar 4.5 milljarð punda. Samkvæmt tilskipuninni var Ísland skuldbundið til að greiða um 2.1 milljarð af þeirri upphæð. Hollenski seðlabankinn greiddi 1.53 milljarð evra til 118.000 reikningseigenda og í samræmi við tilskipunina bar Ísland ábyrgð á greiðslu 1.34 milljarðs evra. Sparifjáreigendum mismunað eftir þjóðerni Íslensk yfirvöld gerðu greinarmun á innstæðueigendum í íslenskum útibúum og útibúum erlendis þegar gripið var til neyðarráðstafana í kjölfar bankahrunsins í október 2008. Innstæður í innlendum útibúum voru aðgengilegar þar sem þær voru færðar í nýju bankana, þ. á m. Nýja Landsbankann. Innstæðeigendur í erlendum útibúum höfðu ekki aðgang að reikningnum sínu og nutu ekki þeirrar lágmarksverndar sem tilskipunin mælir fyrir um. Tilskipunin mælir fyrir um að innstæðutryggingakerfi skuli taka til allra innstæðueigenda og heimilar þ.a.l. ekki slíka mismunum á sparifjáreigendum. Ísland braut því gegn tilskipuninni með því að tryggja ekki greiðslu lágmarkstryggingar til innstæðueigenda í Icesave. Íslenskum yfirvöldum var veittur tveggja mánaða frestur til að svara áminningarbréfinu. Áminningarbréf er fyrsta skref ESA í samningsbrotamálum. „ESA er fullkunnugt um að Ísland, Bretland og Holland hafa reynt að semja um lausn deilunnar. Ef slíkt samkomulag næst er ekki þörf á frekari aðgerðum af hálfu stofnunarinnar," segir Per Sanderud, forseti ESA, í tilkynningu frá ESA. Tengdar fréttir Icesave gæti endað fyrir EFTA dómstólnum Íslensk stjórnvöld hafa tvo mánuði til að svara áminningarbréfi sem ESA, Eftirlitsstofnun EFTA hefur sent þeim vegna Icesave deilunnar. Málið gæti að lokum endað fyrir EFTA dómstólnum. 26. maí 2010 13:38 Óvíst um samningsstöðu Íslands í Icesave málinu Það er ekki gott að segja hvaða áhrif bráðabirgðaálit ESA hefur á samningsstöðu Íslendinga gagnvart Bretum og Hollendingum í Icesave málinu, segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. 26. maí 2010 13:54 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sendi í dag áminningarbréf til Íslands. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að Ísland sé skuldbundið til að tryggja greiðslu á lágmarkstryggingu í samræmi við tilskipun um innstæðutryggingar til breskra og hollenskra sparifjáreigenda. Tilskipun þessi er hluti af EES-samningnum. Samkvæmt henni bar Íslandi að greiða breskum og hollenskum sparifjáreigendum 20.000 evrur í kjölfar falls Landsbankans. Samkvæmt tilskipuninni ber Ísland ábyrgð á því að innstæðueigendur í Icesave fái greiddar að lágmarki 20.000 evrur. Sú staðreynd að bresk og hollensk yfirvöld hafa greitt flestum innstæðueigendum þær lágmarksbætur breytir engu um skuldbindingar Íslands. Íslendingar þurfa að greiða þrátt fyrir algjört efnahagshrun Ríkisstjórn Íslands hefur sagt í bréfi til ESA að hún telji, að til að fullnægja kröfum tilskipunarinnar sé nægjanlegt að setja á fót tryggingarkerfi fyrir sparifjáreigendur. Ríkisstjórn hefur einnig haldið því fram að tilskipunin eigi ekki við í algeru efnahagshruni. ESA er ósammála þessum skilningi á tilskipunininni. Innstæðutryggingartilskipunin tryggir að sparifjáreigendur fái greiddar 20.000 evrur ef banki þeirra verður gjaldþrota. Öll ríki verða að sjá til þess að sparifjáreigendur njóti þeirrar verndar. Hún er nauðsynleg til þess að viðskiptavinir banka geti verið öruggir um sparifé sitt segir Per Sanderud forseti ESA. Stuttu eftir fall Landsbankans brugðust bresk og hollensk yfirvöld við og greiddu tryggingarkerfi þeirra sparifjáreigendum. Í Bretlandi fengu um 300.000 sparifjáreigendur greiddar 4.5 milljarð punda. Samkvæmt tilskipuninni var Ísland skuldbundið til að greiða um 2.1 milljarð af þeirri upphæð. Hollenski seðlabankinn greiddi 1.53 milljarð evra til 118.000 reikningseigenda og í samræmi við tilskipunina bar Ísland ábyrgð á greiðslu 1.34 milljarðs evra. Sparifjáreigendum mismunað eftir þjóðerni Íslensk yfirvöld gerðu greinarmun á innstæðueigendum í íslenskum útibúum og útibúum erlendis þegar gripið var til neyðarráðstafana í kjölfar bankahrunsins í október 2008. Innstæður í innlendum útibúum voru aðgengilegar þar sem þær voru færðar í nýju bankana, þ. á m. Nýja Landsbankann. Innstæðeigendur í erlendum útibúum höfðu ekki aðgang að reikningnum sínu og nutu ekki þeirrar lágmarksverndar sem tilskipunin mælir fyrir um. Tilskipunin mælir fyrir um að innstæðutryggingakerfi skuli taka til allra innstæðueigenda og heimilar þ.a.l. ekki slíka mismunum á sparifjáreigendum. Ísland braut því gegn tilskipuninni með því að tryggja ekki greiðslu lágmarkstryggingar til innstæðueigenda í Icesave. Íslenskum yfirvöldum var veittur tveggja mánaða frestur til að svara áminningarbréfinu. Áminningarbréf er fyrsta skref ESA í samningsbrotamálum. „ESA er fullkunnugt um að Ísland, Bretland og Holland hafa reynt að semja um lausn deilunnar. Ef slíkt samkomulag næst er ekki þörf á frekari aðgerðum af hálfu stofnunarinnar," segir Per Sanderud, forseti ESA, í tilkynningu frá ESA.
Tengdar fréttir Icesave gæti endað fyrir EFTA dómstólnum Íslensk stjórnvöld hafa tvo mánuði til að svara áminningarbréfi sem ESA, Eftirlitsstofnun EFTA hefur sent þeim vegna Icesave deilunnar. Málið gæti að lokum endað fyrir EFTA dómstólnum. 26. maí 2010 13:38 Óvíst um samningsstöðu Íslands í Icesave málinu Það er ekki gott að segja hvaða áhrif bráðabirgðaálit ESA hefur á samningsstöðu Íslendinga gagnvart Bretum og Hollendingum í Icesave málinu, segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. 26. maí 2010 13:54 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Icesave gæti endað fyrir EFTA dómstólnum Íslensk stjórnvöld hafa tvo mánuði til að svara áminningarbréfi sem ESA, Eftirlitsstofnun EFTA hefur sent þeim vegna Icesave deilunnar. Málið gæti að lokum endað fyrir EFTA dómstólnum. 26. maí 2010 13:38
Óvíst um samningsstöðu Íslands í Icesave málinu Það er ekki gott að segja hvaða áhrif bráðabirgðaálit ESA hefur á samningsstöðu Íslendinga gagnvart Bretum og Hollendingum í Icesave málinu, segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. 26. maí 2010 13:54