Erlent

Morðingjarnir nafngreindir

ellefu grunaðir Dhafi Khaífan, lögregluforingi í Dúbaí, sýnir fjölmiðlum myndir af hinum grunuðu.
nordicphotos/AFP
ellefu grunaðir Dhafi Khaífan, lögregluforingi í Dúbaí, sýnir fjölmiðlum myndir af hinum grunuðu. nordicphotos/AFP

Lögreglan í Dúbaí segir að ellefu manna hópur launmorðingja með evrópsk vegabréf hafi staðið að morðinu á yfirmanni úr Hamas-hreyfingunni á hótelherbergi í landinu í síðasta mánuði.

Hann segir sex mannanna hafa verið með bresk vegabréf, þrjá með írsk, einn með franskt og einn með þýskt. Hann nafngreindi mennina og birti myndir af þeim, en sagði ekki berum orðum að þeir hefðu verið á vegum ísraelsku leyniþjónustunnar, eins og framámenn í Hamas-hreyfingunni hafa haldið fram.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×