Erlent

Atlantis lent í síðasta skipti

Óli Tynes skrifar
Tími geimferjanna er senn liðinn.
Tími geimferjanna er senn liðinn. Mynd/NASA

Geimferjan Atlantis lenti í dag í síðasta skipti í Kennedy geimferðamiðstöðinni í Florida. Þá eiga bandarískar geimferjur aðeins eftir að fara þrjár ferðir út í geiminn áður en öllum flotanum er lagt.

Atlantis þjónaði Bandaríkjunum í 25 ár. Á þeim tíma fór hún 32 ferðir út í geiminn og lagði að baki 192 milljónir kílómetra.

Bandaríkin eiga engin geimför til að taka við af ferjunum þegar þeim verður lagt. Það er ekki einusinni neitt slíkt í smíðum.

Bandaríkjamenn verða því á næstu árum að sníkja far með rússnesku Soyus geimförunum til þess að komast upp í Alþjóðlegu geimstöðina sem er á braut um jörðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×