Erlent

Ný flugvélaratsjá greinir gosösku

Óli Tynes skrifar
Eyjafjalla hvað...
Eyjafjalla hvað... Mynd/GVA

Breska flugfélagið EasyJet verður fyrst flugfélaga til þess að prófa nýja ratsjá sem getur greint öskuský frá eldgosum.

Ratsjáin notar innrauða geisla til þess að greina öskuna, eins og venjulegar veðurratsjár eru notaðar til þess að sjá óveðursský.

Upplýsingarnar munu koma fram bæði í stjórnklefa flugvélanna og í flugstjórnarmiðstöðvum á jörðu niðri.

Þær verða notaðar til þess að beina flugumferð framhjá öskunni og þannig draga mjög úr truflunum á flugi hennar vegna.

Airbush flugvélaverksmiðjurnar munu fara í fyrsta reynsluflugið með nýju ratsjána fyrir EasyJet innan tveggja mánaða.

Ef það gengur vel verða slíkar ratsjár settar í allar vélar EasyJet og að líkindum annarra flugfélaga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×