Erlent

Skutu tugi hunda til bana

Óli Tynes skrifar
Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Lögreglan á Nýja Sjálandi hefur gert upptæk vopn tveggja manna sem skutu tugi hunda nágranna síns til bana.

Þetta gerðist í grennd við höfuðborgina Auckland. Upphafið var það að annar mannanna fór til nágrannans sem er með hundarækt og kvartaði yfir því að einn hunda hans hefði drepið Fox Terrier hund sinn.

Einhver orð fóru á milli þeirra. Nokkru síðar kom maðurinn aftur með kunningja sínum og voru þeir vopnaðir riffli og haglabyssu.

Þeir einfaldlega hófu miskunnarlausa skothríð á ræktarhundana og drápu þrjátíu og þrjá þeirra. Þar af voru tuttugu og þrír hvolpar og mjög ungir hundar.

Mennirnir verða væntanlega ákærðir og eiga yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×