Viðskipti innlent

RÚV: 400 milljóna viðsnúningur

Ríkisútvarpið skilaði hagnaði upp á rúmlega 33 milljónir króna fyrstu sex mánuði yfirstandandi rekstrarárs, frá fyrsta september 2009 til loka febrúar í ár. Í tilkynningu frá RÚV segir að þetta sé jákvæður viðsnúningur upp á tæplega 400 milljónir króna miðað við sama tímabil á síðasta rekstrarári, þegar tap félagsins var rúmlega 365 milljónir króna.

„Eignir RÚV í lok tímabilsins nema tæplega 5,8 milljörðum króna, bókfært eigið fé er rúmlega 548 milljónir króna og eiginfjárhlutfall félagsins 9,47 prósent," segir ennfremur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×