Tveggja kosta völ Þorvaldur Gylfason skrifar 8. nóvember 2010 13:30 Stjórnlagaþingið á tveggja kosta völ, þegar það kemur saman. Annar kosturinn er að leggja tillögur um breytingar á stjórnarskránni fyrir Alþingi og láta þinginu eftir að leggja fram ný drög að stjórnarskrá. Þessi kostur kemur ekki til álita, þar eð Alþingi hefur áratugum saman vanrækt endurskoðun stjórnarskrárinnar og sýnir engin merki þess, að það sé nú í stakk búið til að koma sér saman um nýja stjórnarskrá. Hinn kostur stjórnlagaþingsins er að semja fullbúna stjórnarskrá og biðja Alþingi að bera hana óbreytta undir þjóðaratkvæði. Alþingi verður vanhæft til að fjalla efnislega um tillögu stjórnlagaþingsins, þar eð nýja stjórnarskráin mun fjalla um Alþingi, meðal annars um hámarksfjölda þingmanna, sem þurfa að minni hyggju ekki að vera fleiri en 37. Alþingi á ekki að dæma um eigin sök. Síðari kostinn er hægt að útfæra með tvennum hætti. Hægt væri að byrja með autt blað og semja nýja stjórnarskrá frá rótum líkt og Þjóðverjar gerðu 1949 og Suður-Afríkumenn 1994 með erlendri hjálp. Gallinn við þessa aðferð er, að umræðan á stjórnlagaþinginu gæti þá farið út um víðan völl og misst sjónar á tilefni þess, að stjórnlagaþingið var kvatt saman. Tilefnið er hrunið og tengdir veikleikar í stjórnskipuninni. Þess vegna sýnist mér hyggilegra að leggja upp með stjórnarskrána frá 1944 og gera á henni nauðsynlegar breytingar, sem tengjast tilefninu, en láta aðrar breytingar eiga sig að sinni. Samband ríkis og kirkju kemur hruninu til dæmis ekki við. Þess vegna mun það flýta fyrir vinnu stjórnlagaþingsins, ef það eyðir ekki kröftum sínum í umræður um stöðu kirkjunnar. Þá getur stjórnlagaþingið einbeitt sér að því, sem mestu skiptir, og það er að skerpa á þrískiptingu valdsins, endurskoða valdmörk forseta Íslands, uppfæra kaflann um dómskerfið, setja inn ákvæði um stjórnlagadómstól, færa mannréttindaákvæðin fremst í stað þess að hafa þau aftast eins og nú er og kveða skýrt á um eignarhald þjóðarinnar á auðlindum sínum. Þótt ótrúlegt megi virðast er ekkert ákvæði í stjórnarskránni um Hæstarétt. Alþingi gæti því upp á sitt einsdæmi lagt Hæstarétt niður eins og það fór með Þjóðhagsstofnun. Dómstólarnir þurfa að njóta verndar í stjórnarskránni, og það á einnig við um nokkrar aðrar einstakar stofnanir svo sem Fjármálaeftirlitið og Samkeppniseftirlitið. Stjórnsýslan þarf einnig á sérstökum ákvæðum að halda til að vinda ofan af nápotinu og stjórnmálaspillingunni, sem hefur gegnsýrt embættiskerfið um árabil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnlagaþingið á tveggja kosta völ, þegar það kemur saman. Annar kosturinn er að leggja tillögur um breytingar á stjórnarskránni fyrir Alþingi og láta þinginu eftir að leggja fram ný drög að stjórnarskrá. Þessi kostur kemur ekki til álita, þar eð Alþingi hefur áratugum saman vanrækt endurskoðun stjórnarskrárinnar og sýnir engin merki þess, að það sé nú í stakk búið til að koma sér saman um nýja stjórnarskrá. Hinn kostur stjórnlagaþingsins er að semja fullbúna stjórnarskrá og biðja Alþingi að bera hana óbreytta undir þjóðaratkvæði. Alþingi verður vanhæft til að fjalla efnislega um tillögu stjórnlagaþingsins, þar eð nýja stjórnarskráin mun fjalla um Alþingi, meðal annars um hámarksfjölda þingmanna, sem þurfa að minni hyggju ekki að vera fleiri en 37. Alþingi á ekki að dæma um eigin sök. Síðari kostinn er hægt að útfæra með tvennum hætti. Hægt væri að byrja með autt blað og semja nýja stjórnarskrá frá rótum líkt og Þjóðverjar gerðu 1949 og Suður-Afríkumenn 1994 með erlendri hjálp. Gallinn við þessa aðferð er, að umræðan á stjórnlagaþinginu gæti þá farið út um víðan völl og misst sjónar á tilefni þess, að stjórnlagaþingið var kvatt saman. Tilefnið er hrunið og tengdir veikleikar í stjórnskipuninni. Þess vegna sýnist mér hyggilegra að leggja upp með stjórnarskrána frá 1944 og gera á henni nauðsynlegar breytingar, sem tengjast tilefninu, en láta aðrar breytingar eiga sig að sinni. Samband ríkis og kirkju kemur hruninu til dæmis ekki við. Þess vegna mun það flýta fyrir vinnu stjórnlagaþingsins, ef það eyðir ekki kröftum sínum í umræður um stöðu kirkjunnar. Þá getur stjórnlagaþingið einbeitt sér að því, sem mestu skiptir, og það er að skerpa á þrískiptingu valdsins, endurskoða valdmörk forseta Íslands, uppfæra kaflann um dómskerfið, setja inn ákvæði um stjórnlagadómstól, færa mannréttindaákvæðin fremst í stað þess að hafa þau aftast eins og nú er og kveða skýrt á um eignarhald þjóðarinnar á auðlindum sínum. Þótt ótrúlegt megi virðast er ekkert ákvæði í stjórnarskránni um Hæstarétt. Alþingi gæti því upp á sitt einsdæmi lagt Hæstarétt niður eins og það fór með Þjóðhagsstofnun. Dómstólarnir þurfa að njóta verndar í stjórnarskránni, og það á einnig við um nokkrar aðrar einstakar stofnanir svo sem Fjármálaeftirlitið og Samkeppniseftirlitið. Stjórnsýslan þarf einnig á sérstökum ákvæðum að halda til að vinda ofan af nápotinu og stjórnmálaspillingunni, sem hefur gegnsýrt embættiskerfið um árabil.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar