Tveggja kosta völ Þorvaldur Gylfason skrifar 8. nóvember 2010 13:30 Stjórnlagaþingið á tveggja kosta völ, þegar það kemur saman. Annar kosturinn er að leggja tillögur um breytingar á stjórnarskránni fyrir Alþingi og láta þinginu eftir að leggja fram ný drög að stjórnarskrá. Þessi kostur kemur ekki til álita, þar eð Alþingi hefur áratugum saman vanrækt endurskoðun stjórnarskrárinnar og sýnir engin merki þess, að það sé nú í stakk búið til að koma sér saman um nýja stjórnarskrá. Hinn kostur stjórnlagaþingsins er að semja fullbúna stjórnarskrá og biðja Alþingi að bera hana óbreytta undir þjóðaratkvæði. Alþingi verður vanhæft til að fjalla efnislega um tillögu stjórnlagaþingsins, þar eð nýja stjórnarskráin mun fjalla um Alþingi, meðal annars um hámarksfjölda þingmanna, sem þurfa að minni hyggju ekki að vera fleiri en 37. Alþingi á ekki að dæma um eigin sök. Síðari kostinn er hægt að útfæra með tvennum hætti. Hægt væri að byrja með autt blað og semja nýja stjórnarskrá frá rótum líkt og Þjóðverjar gerðu 1949 og Suður-Afríkumenn 1994 með erlendri hjálp. Gallinn við þessa aðferð er, að umræðan á stjórnlagaþinginu gæti þá farið út um víðan völl og misst sjónar á tilefni þess, að stjórnlagaþingið var kvatt saman. Tilefnið er hrunið og tengdir veikleikar í stjórnskipuninni. Þess vegna sýnist mér hyggilegra að leggja upp með stjórnarskrána frá 1944 og gera á henni nauðsynlegar breytingar, sem tengjast tilefninu, en láta aðrar breytingar eiga sig að sinni. Samband ríkis og kirkju kemur hruninu til dæmis ekki við. Þess vegna mun það flýta fyrir vinnu stjórnlagaþingsins, ef það eyðir ekki kröftum sínum í umræður um stöðu kirkjunnar. Þá getur stjórnlagaþingið einbeitt sér að því, sem mestu skiptir, og það er að skerpa á þrískiptingu valdsins, endurskoða valdmörk forseta Íslands, uppfæra kaflann um dómskerfið, setja inn ákvæði um stjórnlagadómstól, færa mannréttindaákvæðin fremst í stað þess að hafa þau aftast eins og nú er og kveða skýrt á um eignarhald þjóðarinnar á auðlindum sínum. Þótt ótrúlegt megi virðast er ekkert ákvæði í stjórnarskránni um Hæstarétt. Alþingi gæti því upp á sitt einsdæmi lagt Hæstarétt niður eins og það fór með Þjóðhagsstofnun. Dómstólarnir þurfa að njóta verndar í stjórnarskránni, og það á einnig við um nokkrar aðrar einstakar stofnanir svo sem Fjármálaeftirlitið og Samkeppniseftirlitið. Stjórnsýslan þarf einnig á sérstökum ákvæðum að halda til að vinda ofan af nápotinu og stjórnmálaspillingunni, sem hefur gegnsýrt embættiskerfið um árabil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Opnari staða Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Reynslusaga úr stórborginni Hildur Sverrisdóttir Skoðun Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun Snertihungur Lára G. Sigurðardóttir Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Skoðun Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Stjórnlagaþingið á tveggja kosta völ, þegar það kemur saman. Annar kosturinn er að leggja tillögur um breytingar á stjórnarskránni fyrir Alþingi og láta þinginu eftir að leggja fram ný drög að stjórnarskrá. Þessi kostur kemur ekki til álita, þar eð Alþingi hefur áratugum saman vanrækt endurskoðun stjórnarskrárinnar og sýnir engin merki þess, að það sé nú í stakk búið til að koma sér saman um nýja stjórnarskrá. Hinn kostur stjórnlagaþingsins er að semja fullbúna stjórnarskrá og biðja Alþingi að bera hana óbreytta undir þjóðaratkvæði. Alþingi verður vanhæft til að fjalla efnislega um tillögu stjórnlagaþingsins, þar eð nýja stjórnarskráin mun fjalla um Alþingi, meðal annars um hámarksfjölda þingmanna, sem þurfa að minni hyggju ekki að vera fleiri en 37. Alþingi á ekki að dæma um eigin sök. Síðari kostinn er hægt að útfæra með tvennum hætti. Hægt væri að byrja með autt blað og semja nýja stjórnarskrá frá rótum líkt og Þjóðverjar gerðu 1949 og Suður-Afríkumenn 1994 með erlendri hjálp. Gallinn við þessa aðferð er, að umræðan á stjórnlagaþinginu gæti þá farið út um víðan völl og misst sjónar á tilefni þess, að stjórnlagaþingið var kvatt saman. Tilefnið er hrunið og tengdir veikleikar í stjórnskipuninni. Þess vegna sýnist mér hyggilegra að leggja upp með stjórnarskrána frá 1944 og gera á henni nauðsynlegar breytingar, sem tengjast tilefninu, en láta aðrar breytingar eiga sig að sinni. Samband ríkis og kirkju kemur hruninu til dæmis ekki við. Þess vegna mun það flýta fyrir vinnu stjórnlagaþingsins, ef það eyðir ekki kröftum sínum í umræður um stöðu kirkjunnar. Þá getur stjórnlagaþingið einbeitt sér að því, sem mestu skiptir, og það er að skerpa á þrískiptingu valdsins, endurskoða valdmörk forseta Íslands, uppfæra kaflann um dómskerfið, setja inn ákvæði um stjórnlagadómstól, færa mannréttindaákvæðin fremst í stað þess að hafa þau aftast eins og nú er og kveða skýrt á um eignarhald þjóðarinnar á auðlindum sínum. Þótt ótrúlegt megi virðast er ekkert ákvæði í stjórnarskránni um Hæstarétt. Alþingi gæti því upp á sitt einsdæmi lagt Hæstarétt niður eins og það fór með Þjóðhagsstofnun. Dómstólarnir þurfa að njóta verndar í stjórnarskránni, og það á einnig við um nokkrar aðrar einstakar stofnanir svo sem Fjármálaeftirlitið og Samkeppniseftirlitið. Stjórnsýslan þarf einnig á sérstökum ákvæðum að halda til að vinda ofan af nápotinu og stjórnmálaspillingunni, sem hefur gegnsýrt embættiskerfið um árabil.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar