Lýst eftir fórnarlömbum nígeríusvindls - lentir þú í Fabian Watters? Tinni Sveinsson skrifar 9. júní 2010 15:00 Hópurinn 16 elskendur veit allt um nígeríusvindl á borð við wash-wash, hvolpasvindl og svindl sem þau segja eftir hinn þekkta nígeríska svikahrapp Fabian Watters. Flestir ættu að kannast við fyrirbærið nígeríusvindl, enda hafa margir Íslendingar lent í slíkri svikastarfsemi eða fengið gylliboð um þátttöku. Leikhópurinn 16 elskendur undirbýr nú leiksýningu sem verður frumsýnd í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í ágúst. Í tenglsum við sýninguna vilja meðlimir hópsins setja sig í samband við fórnarlömb alþjóðlegrar svindlstarfsemi í von um að viðkomandi geti miðlað reynslu sinni og veitt innsýn inn í heim fórnarlambana. Í undirbúningi sýningarinnar hafa Sextán elskendur kynnt sér ýmsar gerðir nígeríusvindls, eins og kemur fram í fréttatilkynningu: „Leikhópurinn óskar því eftir að komast í kynni við fólk sem orðið hefur fyrir barðinu á eftirfarandi tegundum svindls: almennu tölvupóstsvindli, wash-wash peningasvindli (stundum kent við „svarta peninga"), hvolpasvindli, svindli þar sem spilað er með tilfinningar fólks gegnum rómantík og ást, sem og svindli sem hinn þekkti nígeríski svikahrappur Fabian Watters hefur komið við sögu." Nígeríusvindlið verður frumsýnt 20. ágúst næstkomandi í Kassanum í Þjóðleikhúsinu en fullrar nafnleyndar er gætt og ekki stendur til að þeir sem rætt er við komi fram í sýningunni. Þeir sem vilja deila sögum sínum eru beðnir um að hafa samband með því að senda tölvupóst á 16lovers@gmail eða hringja í síma 690 8609. Meðlimir 16 elskenda eru Aðalbjörg Þóra Árnadóttir, Brynja Björnsdóttir, Davíð Freyr Þórunnarson, Eva Rún Snorradóttir, Friðgeir Einarssson, Gunnar Karel Másson, Hlynur Páll Pálsson, Karl Ágúst Þorbergsson og Ylfa Áskelsdóttir. Hópurinn hefur áður svindlað á fólki í gegnum ferðaskrifstofuna Íkea-Ferðir árið 2008 og með marklausri skriffinnsku í Orbis Terræ Ora á Listahátíð 2009. Mest lesið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Fleiri fréttir Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Sjá meira
Flestir ættu að kannast við fyrirbærið nígeríusvindl, enda hafa margir Íslendingar lent í slíkri svikastarfsemi eða fengið gylliboð um þátttöku. Leikhópurinn 16 elskendur undirbýr nú leiksýningu sem verður frumsýnd í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í ágúst. Í tenglsum við sýninguna vilja meðlimir hópsins setja sig í samband við fórnarlömb alþjóðlegrar svindlstarfsemi í von um að viðkomandi geti miðlað reynslu sinni og veitt innsýn inn í heim fórnarlambana. Í undirbúningi sýningarinnar hafa Sextán elskendur kynnt sér ýmsar gerðir nígeríusvindls, eins og kemur fram í fréttatilkynningu: „Leikhópurinn óskar því eftir að komast í kynni við fólk sem orðið hefur fyrir barðinu á eftirfarandi tegundum svindls: almennu tölvupóstsvindli, wash-wash peningasvindli (stundum kent við „svarta peninga"), hvolpasvindli, svindli þar sem spilað er með tilfinningar fólks gegnum rómantík og ást, sem og svindli sem hinn þekkti nígeríski svikahrappur Fabian Watters hefur komið við sögu." Nígeríusvindlið verður frumsýnt 20. ágúst næstkomandi í Kassanum í Þjóðleikhúsinu en fullrar nafnleyndar er gætt og ekki stendur til að þeir sem rætt er við komi fram í sýningunni. Þeir sem vilja deila sögum sínum eru beðnir um að hafa samband með því að senda tölvupóst á 16lovers@gmail eða hringja í síma 690 8609. Meðlimir 16 elskenda eru Aðalbjörg Þóra Árnadóttir, Brynja Björnsdóttir, Davíð Freyr Þórunnarson, Eva Rún Snorradóttir, Friðgeir Einarssson, Gunnar Karel Másson, Hlynur Páll Pálsson, Karl Ágúst Þorbergsson og Ylfa Áskelsdóttir. Hópurinn hefur áður svindlað á fólki í gegnum ferðaskrifstofuna Íkea-Ferðir árið 2008 og með marklausri skriffinnsku í Orbis Terræ Ora á Listahátíð 2009.
Mest lesið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Fleiri fréttir Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Sjá meira