Erlent

Geimfarar frá þrem þjóðum í gamla góða Soyuz

Óli Tynes skrifar
Jörðin snert (nokkuð ákveðið) í lendingunni.
Jörðin snert (nokkuð ákveðið) í lendingunni. Mynd/AP

Rússneskt Soyuz geimfar lenti í Kazakstan í dag með geimfara frá þrem þjóðum, Rússlandi, Bandaríkjunum og Japan.

Þeir voru að snúa aftur til jarðar eftir sex mánaða dvöl í Alþjóðlegu geimstöðinni á braut um jörðu.

Rússnesk geimför lenda alltaf í fallhlíf á jörðinni. Á fyrstu árum geimferða lentu bandarísk geimför einnig í fallhlífum, en á sjó.

Svo tóku geimferjurnar við en þær lentu á flugvöllum eins og venjulegar flugvélar.

Nú er hinsvegar verið að leggja geimferjuflota Bandaríkjanna og þeir eiga ekkert sem kemur í staðinn fyrir þær.

Bandarískir geimfarar sem heimsækja Alþjóðlegu geimstöðina á næstu árum verða því að fá far með Rússum í gamla góða Soyuz.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×