Erlent

Sprengja úr heimsstyrjöldinni drap þrjá

Óli Tynes skrifar
Sprengja úr síðari heimsstyrjöldinni.
Sprengja úr síðari heimsstyrjöldinni.

Þrír þýskir sprengjusérfræðingar létu lífið í dag þegar sprengja úr síðari heimsstyrjöldinni sprakk meðan þeir voru að reyna að gera hana óvirka.

Sex aðrir særðust. Sprengjan sem vóg hálft tonn fannst í miðborg Göttingen. Ennþá var verið að flytja 7000 íbúa úr hverfinu þar sem sprengjan fannst þegar hún sprakk.

Sprengjur úr síðari heimsstyrjöldinni finnast mjög oft í Þýskalandi og öll héruð landsins hafa fjölda sprengjusérfræðinga á sínum vegum.

Mjög sjaldgæft er að mistakist að gera sprengjurnar óvirkar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×