Erlent

BP tókst að klippa á olíuleiðsluna í Mexíkóflóa

Verkfræðingum BP olíufélagsins tókst að klippa á olíuleiðsluna sem lekur úr út í Mexíkóflóan í gærkvöldi en notast var við fjarstýrðan kafbát í þeirri aðgerð.

Þetta er fyrsta skrefið í nýrri tilraun BP til að stöðva olíulekann. Kafbáturinn er útbúinn með demantssög til verksins en skera á olíuleiðsluna í sundur að nýju og síðan reyna að koma sérhönnuðum tappa fyrir á henni og stöðva þannig lekann.

Samkvæmt frétt á CNN vonast verkfræðingarinar til þess að tappinn komist á leiðsluna síðar í dag eða í fyrramálið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×