Erlent

Obama forseti hótar málsókn

Olíulekinn er þegar orðinn eitt mesta umhverfisslys í sögu Bandaríkjanna. fréttablaðið/AP
Olíulekinn er þegar orðinn eitt mesta umhverfisslys í sögu Bandaríkjanna. fréttablaðið/AP
Breska olíufélagið BP er komið nokkuð á veg með enn eina tilraun til að stöðva olíulekann í Mexíkóflóa, en fyrri tilraunir hafi mistekist.

Talið er að allt að milljón tunnur af olíu hafi lekið út í sjóinn þær sex vikur sem liðnar eru frá því sprenging varð í borpallinum Deepwater Horizon.

Bandaríkjastjórn ætlar fylgjast betur með tilraununum, en hefur enn ekki gripið inn í gang mála. Barack Obama forseti segir hins vegar að BP geti átt yfir höfði sér málsókn. Eric Holder dómsmálaráðherra hélt í gær til Mexíkóflóa að hitta ráðamenn þar. Obama átti einnig í gær í fyrsta sinn fund með öðrum af tveimur formönnum rannsóknarnefndar þingsins, sem er að fara ofan í saumana á lekanum.

Að þessu sinni ætlar BP að reyna að festa nýtt lok ofan á olíubrunninn á hafsbotni og freista þess að dæla olíunni upp í skip. Flókinn fjarstýrður vélbúnaður er notaður til að koma nýja lokinu fyrir.

- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×