Erlent

Bjargið heiminum -borðið minna kjöt

Óli Tynes skrifar
Sjúkk.
Sjúkk. MYND/AP

Loftslagsvísindamenn Sameinuðu þjóðanna segja að fólk verði að draga úr kjötáti til þess að bjarga jörðinni.

Vísindamennirnir segja að jarðefnaeldsneyti og matvælaframleiðsla sé mesti mengunarvaldur jarðarinnar.

Þeir benda á að landbúnaður taki til sín 70 prósent af ferskvatni, 38 prósent af landrými og gefi frá sér 19 prósent af gróðurhúsalofttegundum.

Þeir segja að eina leiðin til þess að fæða jarðarbúa og draga um leið úr loftslagsbreytingum sé að breyta um mataræði. Borða meira grænmeti og minna kjöt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×