Erlent

Veruleg óánægja með tryggingar

Óli Tynes skrifar
Frá Darwin.
Frá Darwin.

Ósáttur viðskiptavinur tryggingafélags í borginni Darwin í Ástralíu lét óánægju sína í ljós með því að sprengja skrifstofu þess í loft upp.

Hann kom inn á skrifstofuna með innkaupakerru fulla af flugeldum og tvo bensínbrúsa. Hann kveikti í öllu draslinu og lagði svo á flótta.

Þegar sprengingarnar hófust lögðu viðskiptavinirnir eðlilega einnig á flótta og sömuleiðis viðskiptavinir verslunarmiðstöðvarinnar sem skrifstofan er í. Enginn fórst en þrettán særðust.

Nokkru síðar gaf 44 ára gamall maður sig fram við lögregluna og var handtekinn. Ekki er vitað með hvað maðurinn var svona óánægður.

Væntanlega hefur húsnæði tryggingafélagsins verið vel tryggt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×