Lífið

Aldurinn ekkert vandamál

Spænsku leikkonunni finnst ekkert tiltökumál að eldast og lýgur aldrei til um aldur sinn.
Spænsku leikkonunni finnst ekkert tiltökumál að eldast og lýgur aldrei til um aldur sinn.
Spænsku leikkonunni Penelope Cruz finnst ekkert tiltökumál að eldast og lýgur þess vegna aldrei til um aldur sinn.

Cruz, sem er 36 ára, segist aldrei ætla að fara til lýtalækna og lítur til amma sinna tveggja þegar kemur að viðhorfum til aldursins. „Ég lýg aldrei til um aldur minn. Þegar ég lít í kringum mig á þær leikkonur sem ég ber mesta virðingu fyrir hefur engin þeirra barist gegn auknum árafjölda, heldur tekið á móti árunum með opnum örmum. Þetta eru konur eins og Sophia Loren og Audrey Hepburn," sagði Cruz.

„Ég var mjög náin báðum ömmum mínum þegar ég var að alast upp. Þær lifðu lengi og komu alltaf yndislega fram við mig. Þær elskuðu lífið og það sást á andlitum þeirra. Auðvitað mun andlit mitt breytast þegar ég eldist en það er allt í lagi," sagði hún og bætti við: „Fólkinu sem þykir vænt um mig gerir það vegna þeirrar manneskju sem ég er. Það elskar mig vegna alls konar hluta sem fær fólk til að elska aðra manneskju. Þessir hlutir verða enn þá til staðar þegar ég verð 40, 60 eða 80 ára."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.