Erlent

Wikileaks vill til Íslands

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vefsíðan Wikileaks.
Vefsíðan Wikileaks.
Vefsíðan Wikileaks, þar sem mikilvægar trúnaðarupplýsingar hafa verið hýstar, er ennþá lokuð. Henni var lokað fyrir síðustu áramót. Þau skilaboð fylgdu með að verið væri að afla fjár til þess að tryggja rekstur vefsíðunnar til framtíðar, en reksturinn er alfarið byggður á frjálsum framlögum.

Greint er frá því á tæknivefnum Gigaom að aðstandendur Wikileaks vilji breyta Íslandi í alheimsmiðstöð sem hýsi rannsóknargögn. Ástæðan sé að hluta til sú að vitundarvakning hafi orði á Íslandi um opinbera spillingu og óhæfa stjórnendur eftir bankahrunið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×