Stór áfangi í eflingu háskólastarfs 23. janúar 2010 06:00 Þorkell Sigurlaugsson skrifar um háskólastarf á Íslandi. Á næsta ári eru 100 ár síðan háskólastarf hófst á Íslandi í Alþingishúsinu við Austurvöll. Árið 1940 flutti Háskóli Íslands í nýja og glæsilega byggingu austan Suðurgötu. Það var mikið átak á sínum tíma enda höfðu verið miklir erfiðleikar í efnahagslífinu og þeir svartsýnustu jafnvel spáð þjóðargjaldþroti. Stofnun Háskóla Íslands og glæsileg uppbygging hans á síðustu öld var eitt mikilvægasta verkefnið við að þróa nútímalegt velferðarsamfélag á Íslandi þar sem góð menntun var lykillinn að hagsæld þjóðarinnar og um leið liður í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Happdrætti Háskóla Íslands, stjórnvöld, fyrirtæki og einstaklingar hafa stutt dyggilega við uppbyggingu húsnæðis Háskóla Íslands í gegnum tíðina, enda skiptir gott húsnæði miklu máli fyrir gæði kennslu og rannsókna.Tímamót árið 2010 – nýbygging HRNú eru aftur komin tímamót og vill svo til að þau ber einnig upp á erfiðleikatímum í efnahagslífi landsmanna eins og voru á fjórða áratug síðustu aldar. Ný háskólabygging sem hýsir Háskólann í Reykjavík (HR) í Nauthólsvík er risin og fyrsti áfangi tekinn í notkun. Í nýbyggingu HR verður nútímaleg aðstaða fyrir um 3.000 nemendur og yfir 250 fastráðna starfsmenn háskólans. Aðstaða til náms, nýsköpunar og rannsókna verður í fremstu röð sem gefur okkur tækifæri að sækja fram af enn meiri krafti inn í 21. öldina. Byggingin styður við þá hugmyndafræði háskólans að draga sem mest úr deildarmúrum og tryggja sem best og mest samskipti nemenda og kennara. Nýsköpun og sterk tengsl við atvinnulíf og samfélag mun einkenna alla starfsemi skólans, auk þess sem áhersla verður lögð á að HR verði alþjóðlegur háskóli og stuðli þannig að miðlun og sköpun þekkingar fyrir alþjóðasamfélagið. Við Íslendingar eigum að líta á menntastarfsemi sem atvinnu- og gjaldeyrisskapandi atvinnugrein, sem taki þátt í endurreisn efnahagslífsins. Fjárhagsstaða HR er góðRekstur HR hefur verið jákvæður undanfarin ár. Þannig hefur verið hægt að takast á við kostnaðarsama flutninga og akademíska uppbyggingu háskólans. Næstu ár verða vissulega erfið eins og hjá öllum öðrum sem þurfa að takast á við niðurskurð. Mikilvægt er að stjórnvöld gangi ekki of langt í niðurskurði til háskólanna, því menntakerfið er nú sem fyrr ein af grunnstoðum samfélagsins auk þess sem þekkt er að menntun og nýsköpun gegna lykilhlutverkum í endurreisn atvinnulífsins. Til að mæta auknum kostnaði og lægri framlögum frá ríkinu til háskólastarfsemi, hefur HR eins og aðrir háskólar ráðist í ýmsar nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir, m.a. hefur skólinn lækkað rekstrarkostnað og laun starfsmanna. Einnig var á árinu 2008 ákveðið að fresta byggingu tveggja álma nýbyggingar HR. Mikilvægur þáttur í eflingu háskólastarfs á ÍslandiÖflugur háskóli þarf að hafa sérhannaða byggingu fyrir sína starfsemi. Það er því gleðilegur áfangi fyrir háskólamenntun og rannsóknir á Íslandi að nýbygging HR hafi risið og sé komin í notkun. Með þessari nýju aðstöðu og áframhaldandi uppbyggingu á akademískum styrk, er hægt að sinna enn betur atvinnulífsgreinum á sviði tækni- og verkfræði, viðskipta og lögfræði og öðrum lykilþáttum atvinnulífsins. Nýbygging HR ásamt öflugum akademískum styrk skólans kemur honum í fremstu röð háskóla í okkar nágrannalöndum á þeim fræðasviðum sem hann starfar.Það er ástæða til að óska Reykvíkingum og landsmönnum öllum til hamingju með þessa háskólabyggingu og þá öflugu starfsemi sem þar mun fara fram. Það hefur verið ævintýri líkast að taka þátt í þessu verkefni og vil ég fyrir hönd Háskólans í Reykjavík þakka öllum þeim fjölmörgu sem lögðu sig fram um að gera þessa byggingu að veruleika. Hlutverk háskólanna hér á landi mun, eins og og það var á fyrstu árum lýðveldis á Íslandi á síðustu öld, vera mikilvægur þáttur í endurreisninni og við stöndum nú sterkari en áður í þeirri baráttu með okkar öfluga og fjölbreytta háskólasamfélag.Höfundur er framkvæmdastjóri fjármála og þróunarsviðs Háskólans í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Þorkell Sigurlaugsson skrifar um háskólastarf á Íslandi. Á næsta ári eru 100 ár síðan háskólastarf hófst á Íslandi í Alþingishúsinu við Austurvöll. Árið 1940 flutti Háskóli Íslands í nýja og glæsilega byggingu austan Suðurgötu. Það var mikið átak á sínum tíma enda höfðu verið miklir erfiðleikar í efnahagslífinu og þeir svartsýnustu jafnvel spáð þjóðargjaldþroti. Stofnun Háskóla Íslands og glæsileg uppbygging hans á síðustu öld var eitt mikilvægasta verkefnið við að þróa nútímalegt velferðarsamfélag á Íslandi þar sem góð menntun var lykillinn að hagsæld þjóðarinnar og um leið liður í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Happdrætti Háskóla Íslands, stjórnvöld, fyrirtæki og einstaklingar hafa stutt dyggilega við uppbyggingu húsnæðis Háskóla Íslands í gegnum tíðina, enda skiptir gott húsnæði miklu máli fyrir gæði kennslu og rannsókna.Tímamót árið 2010 – nýbygging HRNú eru aftur komin tímamót og vill svo til að þau ber einnig upp á erfiðleikatímum í efnahagslífi landsmanna eins og voru á fjórða áratug síðustu aldar. Ný háskólabygging sem hýsir Háskólann í Reykjavík (HR) í Nauthólsvík er risin og fyrsti áfangi tekinn í notkun. Í nýbyggingu HR verður nútímaleg aðstaða fyrir um 3.000 nemendur og yfir 250 fastráðna starfsmenn háskólans. Aðstaða til náms, nýsköpunar og rannsókna verður í fremstu röð sem gefur okkur tækifæri að sækja fram af enn meiri krafti inn í 21. öldina. Byggingin styður við þá hugmyndafræði háskólans að draga sem mest úr deildarmúrum og tryggja sem best og mest samskipti nemenda og kennara. Nýsköpun og sterk tengsl við atvinnulíf og samfélag mun einkenna alla starfsemi skólans, auk þess sem áhersla verður lögð á að HR verði alþjóðlegur háskóli og stuðli þannig að miðlun og sköpun þekkingar fyrir alþjóðasamfélagið. Við Íslendingar eigum að líta á menntastarfsemi sem atvinnu- og gjaldeyrisskapandi atvinnugrein, sem taki þátt í endurreisn efnahagslífsins. Fjárhagsstaða HR er góðRekstur HR hefur verið jákvæður undanfarin ár. Þannig hefur verið hægt að takast á við kostnaðarsama flutninga og akademíska uppbyggingu háskólans. Næstu ár verða vissulega erfið eins og hjá öllum öðrum sem þurfa að takast á við niðurskurð. Mikilvægt er að stjórnvöld gangi ekki of langt í niðurskurði til háskólanna, því menntakerfið er nú sem fyrr ein af grunnstoðum samfélagsins auk þess sem þekkt er að menntun og nýsköpun gegna lykilhlutverkum í endurreisn atvinnulífsins. Til að mæta auknum kostnaði og lægri framlögum frá ríkinu til háskólastarfsemi, hefur HR eins og aðrir háskólar ráðist í ýmsar nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir, m.a. hefur skólinn lækkað rekstrarkostnað og laun starfsmanna. Einnig var á árinu 2008 ákveðið að fresta byggingu tveggja álma nýbyggingar HR. Mikilvægur þáttur í eflingu háskólastarfs á ÍslandiÖflugur háskóli þarf að hafa sérhannaða byggingu fyrir sína starfsemi. Það er því gleðilegur áfangi fyrir háskólamenntun og rannsóknir á Íslandi að nýbygging HR hafi risið og sé komin í notkun. Með þessari nýju aðstöðu og áframhaldandi uppbyggingu á akademískum styrk, er hægt að sinna enn betur atvinnulífsgreinum á sviði tækni- og verkfræði, viðskipta og lögfræði og öðrum lykilþáttum atvinnulífsins. Nýbygging HR ásamt öflugum akademískum styrk skólans kemur honum í fremstu röð háskóla í okkar nágrannalöndum á þeim fræðasviðum sem hann starfar.Það er ástæða til að óska Reykvíkingum og landsmönnum öllum til hamingju með þessa háskólabyggingu og þá öflugu starfsemi sem þar mun fara fram. Það hefur verið ævintýri líkast að taka þátt í þessu verkefni og vil ég fyrir hönd Háskólans í Reykjavík þakka öllum þeim fjölmörgu sem lögðu sig fram um að gera þessa byggingu að veruleika. Hlutverk háskólanna hér á landi mun, eins og og það var á fyrstu árum lýðveldis á Íslandi á síðustu öld, vera mikilvægur þáttur í endurreisninni og við stöndum nú sterkari en áður í þeirri baráttu með okkar öfluga og fjölbreytta háskólasamfélag.Höfundur er framkvæmdastjóri fjármála og þróunarsviðs Háskólans í Reykjavík.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar