Viðskipti innlent

Telja kaupin á IAV styrkja byggingu tónlistarhússins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þeir sem standa að byggingu Hörpunnar telja að salan á ÍAV muni styrkja bygginguna. Mynd/ Vilhelm.
Þeir sem standa að byggingu Hörpunnar telja að salan á ÍAV muni styrkja bygginguna. Mynd/ Vilhelm.
„Það er skoðun okkar að kaup svissneska verktakafyrirtækisins Marti Holding á IAV sé jákvæð fyrir byggingu tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu," segja Stefán Pétur Eggertsson og Pétur J. Eiríksson, stjórnarformenn Austurhafnar og Portusar í yfirlýsingu til fjölmiðla.

Greint var frá því í dag að Íslenskum aðalverktökum yrði skipt upp í tvennt. Landsbankinn tekur yfir annan hlutann en svissneska fyrirtækið Marti Holdin hitt. Þeir Stefán og Pétur segja að Austurhöfn og Portus hafi borið fullt traust til IAV og ekki haft efasemdir um að fyrirtækið geti staðið við skuldbindingar sínar um að ljúka við byggingu Hörpu á tíma. Fyrirtækjunum sé þó ljóst að IAV hafi, líkt og flest íslensk fyrirtæki í byggingariðnaði, átt í fjárhagslegu andstreymi.

„Hafi það skapað óvissu um getu IAV til að klára verkefnið er þeirri óvissu eytt með aðkomu Marti. Stjórnun framkvæmda og mannahald á verkstað er óbreytt og það ágæta fólk, sem unnið hefur að þessari miklu byggingu fær nú mikilvægan fjárhagslegan bakhjarl," segja þeir Stefán Pétur og Pétur í yfirlýsingu sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×