Að smala köttum Birgir Hermannsson skrifar 1. apríl 2010 06:00 Birgir Hermannsson skrifar um stjórnmál Jóhanna Sigurðardóttir líkir samstarfinu við VG við kattasmölun. Þetta þarf ekki að koma á óvart, enda hefur á ýmsu gengið í samstarfi flokkanna. Við myndun ríkisstjórnar gera flokkar með sér samkomulag um málefni og verkaskiptingu. Ef hluti þingmanna er óánægður með málefnin og störf ríkisstjórnarinnar skapar það óvissu um stöðu stjórnarinnar og getu hennar til að framfylgja stefnunni. Við þetta hefur ríkisstjórnin mátt búa síðan sumarið 2009, enda virðist hluti þingflokks VG ekki samstiga ríkisstjórninni. Þó að ríkisstjórnin sé hefðbundin meirihlutastjórn þá hefur hún haft ýmis augljós einkenni minnihlutastjórnar. Í samsteypustjórnum þarf að semja um mál. Í umræðum síðan í haust hefur gjarnan verið vísað í VG sem klofinn flokk. Annars vegar flokk formannsins og hins vegar „flokksbrot“ Ögmundar Jónassonar. Frá sjónarmiði Jóhönnu virðist vera um að ræða stuðningsmenn formannsins annars vegar og hins vegar ósamstæðan hóp þingmanna sem þarf „að smala“. Samningar verða því flóknari en ella. Það skiptir ekki öllu máli hvort sjónarhornið við tökum: Ríkisstjórnin hefur ekki tryggan meirihluta. Þetta þýðir þó ekki endilega að hún sé völt í sessi. Minnihlutastjórnir geta setið árum saman án teljandi vandræða. Ríkisstjórnin og flokkar hennar hafa brugðist við þessu með ýmsum hætti upp á síðkastið. Mest hefur verið talað um að „þétta raðirnar“. Þetta þýðir í raun að staða mála verði viðurkennd með formlegum hætti, t.d. því að „flokksbrot“ Ögmundar Jónassonar verði hluti af ríkisstjórninni og hún því einskonar þriggjaflokkastjórn. Einnig er hægt að hugsa sér hefðbundna aðferð minnihlutastjórna: ríkisstjórnin semur við hluta þingsins um framgang mála. Ef illa gengur að smala þingmönnum VG er sá möguleiki auðvitað til staðar að semja við aðra flokka. Ekki er gott að segja hversu raunhæfar þessar lausnir eru. Augljós skoðanamunur og innanflokksátök VG eru viðkvæmt mál, „smölun“ þeirra óánægðu gæti því orðið erfið, hvað þá samningar við aðra flokka. Mín skoðun er sú að minnihlutastjórn um nokkurt skeið væri ekki slæmt skref fyrir íslensk stjórnmál. Slíkt myndi hvetja til samninga og lausna fremur en uppblásinna ræðuhalda og átaka. Ókosturinn er augljóslega sá að íslenskir stjórnmálaflokkar og stjórnmálaleiðtogar kunna lítt til verka þegar minnihlutastjórnir eru annars vegar. Það er einnig ljóst að verkefnin sem leysa þarf eru þau erfiðustu sem nokkur ríkisstjórn á lýðveldistímanum hefur staðið frammi fyrir. Við lausn slíkra verkefna er endalaus kattasmölun ekki líkleg til árangurs. Því miður. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Birgir Hermannsson skrifar um stjórnmál Jóhanna Sigurðardóttir líkir samstarfinu við VG við kattasmölun. Þetta þarf ekki að koma á óvart, enda hefur á ýmsu gengið í samstarfi flokkanna. Við myndun ríkisstjórnar gera flokkar með sér samkomulag um málefni og verkaskiptingu. Ef hluti þingmanna er óánægður með málefnin og störf ríkisstjórnarinnar skapar það óvissu um stöðu stjórnarinnar og getu hennar til að framfylgja stefnunni. Við þetta hefur ríkisstjórnin mátt búa síðan sumarið 2009, enda virðist hluti þingflokks VG ekki samstiga ríkisstjórninni. Þó að ríkisstjórnin sé hefðbundin meirihlutastjórn þá hefur hún haft ýmis augljós einkenni minnihlutastjórnar. Í samsteypustjórnum þarf að semja um mál. Í umræðum síðan í haust hefur gjarnan verið vísað í VG sem klofinn flokk. Annars vegar flokk formannsins og hins vegar „flokksbrot“ Ögmundar Jónassonar. Frá sjónarmiði Jóhönnu virðist vera um að ræða stuðningsmenn formannsins annars vegar og hins vegar ósamstæðan hóp þingmanna sem þarf „að smala“. Samningar verða því flóknari en ella. Það skiptir ekki öllu máli hvort sjónarhornið við tökum: Ríkisstjórnin hefur ekki tryggan meirihluta. Þetta þýðir þó ekki endilega að hún sé völt í sessi. Minnihlutastjórnir geta setið árum saman án teljandi vandræða. Ríkisstjórnin og flokkar hennar hafa brugðist við þessu með ýmsum hætti upp á síðkastið. Mest hefur verið talað um að „þétta raðirnar“. Þetta þýðir í raun að staða mála verði viðurkennd með formlegum hætti, t.d. því að „flokksbrot“ Ögmundar Jónassonar verði hluti af ríkisstjórninni og hún því einskonar þriggjaflokkastjórn. Einnig er hægt að hugsa sér hefðbundna aðferð minnihlutastjórna: ríkisstjórnin semur við hluta þingsins um framgang mála. Ef illa gengur að smala þingmönnum VG er sá möguleiki auðvitað til staðar að semja við aðra flokka. Ekki er gott að segja hversu raunhæfar þessar lausnir eru. Augljós skoðanamunur og innanflokksátök VG eru viðkvæmt mál, „smölun“ þeirra óánægðu gæti því orðið erfið, hvað þá samningar við aðra flokka. Mín skoðun er sú að minnihlutastjórn um nokkurt skeið væri ekki slæmt skref fyrir íslensk stjórnmál. Slíkt myndi hvetja til samninga og lausna fremur en uppblásinna ræðuhalda og átaka. Ókosturinn er augljóslega sá að íslenskir stjórnmálaflokkar og stjórnmálaleiðtogar kunna lítt til verka þegar minnihlutastjórnir eru annars vegar. Það er einnig ljóst að verkefnin sem leysa þarf eru þau erfiðustu sem nokkur ríkisstjórn á lýðveldistímanum hefur staðið frammi fyrir. Við lausn slíkra verkefna er endalaus kattasmölun ekki líkleg til árangurs. Því miður. Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun