Erlent

Hrói Höttur ákærður í Denver

Maður að nafni Robin Joshua Hood var kærður á dögunum fyrir að villa á sér heimildir í borginni Denver í Bandaríkjunum.

Málið hefur vakið athygli vestra, enda er Robin Hood nafn þjóðsagnapersónunnar Hróa Hattar á frummálinu. Sá bandaríski stelur þó ekki frá hinum ríku til að gefa fátækum. Að sögn lögreglu fann hann seðlaveski í miðborg Denver og notaði skilríki eigandans til að villa á sér heimildir, en Hood var eftirlýstur fyrir fíkniefnabrot.

Lögreglan hafði hendur í hári hans þegar hann var gripinn glóðvolgur við búðarhnupl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×