Erlent

Þrír í fangelsi fyrir skiltisstuld

Auschwitz-skiltið „Vinna veitir frelsi“ stendur á skiltinu alræmda.
fréttablaðið/AP
Auschwitz-skiltið „Vinna veitir frelsi“ stendur á skiltinu alræmda. fréttablaðið/AP

Þrír Pólverjar, sem tóku þátt í að ræna skiltinu af hliði útrýmingarbúða nasista í Auschwitz, hafa verið dæmdir í 18 til 30 mánaða fangelsi. Tveir þeirra eru bræður.

Tveir aðrir Pólverjar bíða einnig dóms vegna sama máls, auk þess sem sænskur maður situr í fangelsi í Svíþjóð og bíður framsals til Póllands vegna aðildar að ráninu.

Mennirnir þrír, sem þegar hafa verið dæmdir, játuðu aðild sína og féllust á dómsuppkvaðningu án réttarhalda.

Skiltinu alræmda var stolið aðfaranótt 18. desember. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×