Viðskipti innlent

Húsleitargögn berast ekki fyrr en í sumar

Gögnin úr húsleitum lögreglunnar í Lúxemborg í Banq Havilland sem áður var Kaupþing munu í fyrsta lagi berast embætti sérstaks saksóknara í sumar. Þetta kemur fram í svari Jean Engels, ríkissaksóknara í Lúxemborg, til fréttastofunnar.

Hann segir nokkra aðila hafa kært haldlagninguna á gögnunum til rannsóknardómara sem mun nú fara yfir gögnin og ganga úr skugga um að þau passi við réttarbeiðnina. Þá segir að engin formleg rannsókn á vegum stjórnvalda í Lúxemborg sé hafin á málefnum Kaupþings þar í landi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×