Erlent

Snjór fluttur í brekkurnar

Snjóplógur dreifir úr snjó í brekkum Cypress-fjalls norður af Vancouver til að undirbúa brekkurnar fyrir keppni á Ólympíuleikunum.
Nordicphotos/AFP
Snjóplógur dreifir úr snjó í brekkum Cypress-fjalls norður af Vancouver til að undirbúa brekkurnar fyrir keppni á Ólympíuleikunum. Nordicphotos/AFP
Vegna snjóleysis í Vancouver og fjöllunum í kringum borgina hefur þurft að flytja snjó í brekkurnar og hafa bæði trukkar og þyrlur verið notaðar til verksins. Alls hafa um 300 tonn af snjó verið flutt í brekkur Cypress-fjalls í útjaðri borgarinnar þar sem meðal annars verður keppt í snjóbrettagreinum á Vetrarólympíuleikunum.

Ekki hefur viðrað vel til vetrar­íþrótta í Vancouver en janúarmánuður var sá hlýjasti sem sögur fara af og aldrei snjóaði í mánuðinum. Að meðaltali fellur tæplega 17 sentimetra lag af snjó í borginni í janúarmánuði. Þess í stað hefur rignt mikið með tilheyrandi áhyggjum fyrir skipuleggjendur, íþróttamenn og áhangendur leikanna.

Aðstandendur eru þó bjartsýnir á að snjói áður en leikarnir hefjast, sem er næsta föstudag. - sbt



Fleiri fréttir

Sjá meira


×