Viðskipti innlent

Mikil hlutafjárauking áformuð hjá Atlantic Petroleum

Aðalfundur Atlantic Petroleum samþykkti heimild til stjórnar félagsins um að auka hlutafé þess um allt að 200 milljónir danskra kr. eða 4,6 milljarða kr. að nafnverði. Heimildin gildir til ársloka 2014.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar um niðurstöður fundarins, sem haldinn var fyrir helgina, kemur fram að möguleiki sé á því að nota hluta af aukningunni til skuldajöfnunar hjá lánadrottnum félagsins, það er að lánadrottnar hafi tækifæri til að breyta lánunm sínum í hlutafé.

Miðað við markaðsgengi Atlantic Petroleum í dag, sem er 163 danskar kr. á hlut, gæti hlutafjáraukningin skilað yfir 32 milljörðum danskra kr. í hús hjá félaginu en það glímir við mikinn skuldabagga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×