Kristján Bjarni Guðmundsson: Hvernig verður miðbær til eða ekki til 25. maí 2010 14:35 Á undanförnum árum hefur stjórnsýslan á Álftanesi eytt gríðarlegri orku í hugmyndir um uppbyggingu á nýjum miðbæ hér í okkar litla samfélagi í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Árið 2005 í tíð meirihlutastjórnar Sjálfstæðisfélagsins hér á Álftanes var unnið að svokölluðu miðbæjarskipulagi. Það skipulag einkendist af tiltölulega þéttri byggð við eina aðalgötu í Breiðumýrinni, en deiliskipulagið var ekki niður njörfað hvað varðar hvers konar starfsemi skyldi fara fram í hverri byggingu fyrir sig. Einungis var getið um form húsa í meginatriðum og byggingarmagn á hverjum byggingarreit. Í aðdraganda bæjarstjórnarkosninga 2006 gerði Á listinn þetta skipulag að gríðarlegu deilumáli og þar af leiðandi snerust þær kosningar nær eingöngu um skipulagsmál og framtíðarsýn Álftnesinga á uppbyggingu „miðbæjar". Hver man ekki eftir kertastjakanum og logandi kertum á honum við Grástein, en komum að því síðar. Aðal áróðusmeistarar gegn gildandi skipulagi þá voru þau Sigurður Magnússon og Kristín Fjóla Bergþórsdóttir, muna kanski Álftnesingar ekki eftir loforðum þeirra um lýðræðislegar kosningar ef meiri háttar ákvarðanir í okkar litla samfélagi kæmu til álita eða var „Græni miðbærinn" kanski ekki meiriháttar ákvörðun sem nú kostar sveitarfélagið líklega sjálfræði sitt. Ekki þarf að fjölyrða um það meir hvernig þær kosningar fóru, en hins vegar er rétt að hugleiða betur þær hörmungar sem þeir fjórmenningar sem skipuðu meirihluta bæjarstjórnar fyrir hönd Á listann leiddi Sveitarfélagið Álftanes í, á þeim 3 árum sem þau báru ábyrgð á velferð okkar Álftnessinga. Þrátt fyrir gefin loforð um að ekki yrði ráðinn pólitískur bæjarstjóri var það gleymt og grafið strax að kosningum loknum, en þess í stað var oddviti Á listans myndlistamaðurinn Sigurður Magnússon ráðinn bæjarstjóri eins og hann hafði ætíð ætlað sér. En verkefnið að bera ábyrgð á velferð íbúa í heilu bæjarfélagi á ekkert skylt við starf listmálara sem mundar pensli sinn með hinum ólíklegustu litum á strigann enda er listamaðurinn gjarnan einskonar hugmyndaskáld, en kunnátta í slíkri listgrein dugar skammt þegar velferð heils samfélags er í húfi. Fyrsta verk nýs meirihluta (ef rétt er að kalla það meirihluta að sigra kosningar með þriggja atkvæða mun) var að stöðva framgang skipulags „miðsvæðis" og efna til samkeppni um gerð nýs deiliskipulags. Muna Álftnesingar enn hvaða hópur samborgara okkar varð fyrst fyrir óhæfuverkum þeirra fjórmenninga? Jú voru það ekki eldri borgarar, í aldir hafa það verið kölluð dyggðir að hlífa þeim er minnst meiga sín en hugmyndaskáldskapur Sigurðar Magnússonar þekkir ekki þannig dyggðri. Engan tíma mátti missa, rifta samningum við Hjúkrunarheimilið Eir strax um uppbyggingu íbúða fyrir eldri borgara já það mál var sko mikilvægt og engu til sparað fjórmenningarnir tóku við þokkalegu búi og því ekkert mál að henda svo sem eitt hundrað og tuttugu milljónum í bætur til Hjúkrunarheimilisins Eirar, þannig að eldri borgarar þvældust ekki fyrir hugmyndaskáldskap Sigurðar og skipulagsáformum um nýja fína „Græna miðbæinn". Þegar litið er til baka og reynt að greina starf Á listans virðist sem öll orkan hafi farið í vinnu við skipulagsmál, hæst ber þó skipulagið „Grænn miðbær". Ég hvet sem flesta til að fara inn á heimasíðuna „alftanes.is" skoða skipulagsuppdrætti af „Grænum miðbæ" samþykktum í júní 2008. Þegar rýnt er í þennan skipulagsuppdrátt nú á vordögum 2010 spyr ég mig, er til mikið meira 2007 dæmi, var hugmyndaskáldið Sigurður Magnússon og co kanski með sömu sýkina og „útrásarvíkingarnir" okkar. Var það kanski lán í óláni að hrunið skall á okkur haustið 2008 þannig að skuldir Álftnesinga eru bara 7 milljarðar. Ef hugmyndaskáldið Sigurður Magnússon og co hefði komið þessum draumórum sínum lengra er ógerlegt að gera sér í hugarlund hve gríðarlegar skuldir okkar væru nú. Hvað kostuðu svo skipulagsmálin sem nú er komið í ljós að voru draumórar einir líkt og pensilfar á striga, að ógleymdum kostnaði við delluna um útsýni forseta bæjarstjórnar sællar minningar. Hvar í veröldinni getur það gerst annars staðar enn á Álftanesi undir stjórn þessara kappa að forseti bæjarstjórnar laumi sér í tölvu úti bæ og skrifi þar svívirðingar um fólk í skjóli næturs. Getur verið að reikningurinn sé litlar tvö hundruð milljónir, það er nú kanski lítilræði þegar hugmyndaskáldið er á flugi. Að hætti „útrásarvíkinga" fór Sigurður Magnússon og co mikinn í landakaupum, varla var til sú landspilda hér á Álftanesi sem þau leituðu ekki kaups á. Í tíð „útrásarvíkingana" varð til orðið „skuldabréfavafningar" en hér á Álftanesi urðu til einskonar landakaupavafningar. Verktakar höfðu keypt upp land í Breiðumýri með vitund sveitarfélagsins, við ógildingu skipulagsins og tafa við gerð nýs skipulags ókyrrðust verktakar mjög og fóru að krefjast bóta vegna tafanna, því var bara mætt með því að þétta væntanlega byggð og auka þannig byggingarrétt verktakana í nýja sæta miðbænum okey flott hugmynd allir sáttir, verðmæti urðu til svona á striganum. Fyrirtækið Fagriás ehf kaupir land í Sviðholti, Sveitarfélagið Álftanes kaupir af Fagraás og greiðir með byggingarrétti í miðbæjarsvæði og mörgar aðrir landakaupavafningar rúllaðir upp í snarhasti. Nú er svo komið að höfðað hefur verið mál á hendur Sveitarfélaginu Álftanes vegna þessara vafninga. Hvað kostaði svo öll þessi hugmyndasmíð?, fimm hundruð milljónir, eitt þúsund milljónir eða jafnvel meira, en eitt er kristaltært peningar voru ekki reiddir fram af hugmyndaskáldinu. Annað hvort var um „vafninga" að ræða eða útgáfa skuldaviðurkenninga sem kæmu til greiðslu eftir að ný bæjarstjórn tæki við á vordögum 2010. En stóri misskilningurinn um miðbæ Í mörgum rótgrónum bæjarfélögum hefur myndast miðbær. En hvernig þróast miðbær? Ég tel að það væri öllum sem ráðast til forystu í stjórnsýslu bæjarfélaga hollt að skoða hvernig miðbær hefur þróast í aldanna rás. Hvað skyldu vera mörg bæjarfélög á Íslandi sem götuheitið Hafnarstræti kemur fyrir. Var það kanski svo að þangað sem aðföngin voru sótt og möguleikinn varð mestur á myndun þeirrar félagslegu heildar sem miðbærinn krefst hverju sinni. Öll miðbæjasamfélög einkennast af miklum þéttleika byggðar og þar verða byggingar gjarnan háreystari til að koma öllum þeim þörfum fyrir á tiltölulega þröngu svæði sem svona samfélag kallar eftir. Er það þannig samfélag sem Álftnesingar eru að sækjast eftir, ég held ekki. En hvers vegna hefur ekki þróast miðbær á Álftanesi? Var það ekki svo að Álftanes varð jaðarbyggð eftir að útgerð árabáta lauk, skútuöld og útgerð stærri skipa byrjaði þannig að námunda við fiskimiðin skipti ekki eins miklu máli og góð höfn. Núna einni öld síðar höfum við sem hér búum fundið okkur frábært lítið samfélag í jaðri höfuðborgarsvæðisins og stutt að sækja alla þjónustu og nærveru í fjöldann eftir þörfum hvers og eins. Getur verið að ákvörðun á bæjarstjórnarfundi dugi ekki til, þannig að miðbæjarstemming myndist sé einhver í vafa er þeim sama hollt að líta á hvernig tekist hefur til í nágrannasveitarfélagum okkar. Niðurstöður mínar eru því þær að áætlanir sveitarstjórnarmanna undanfarinna ára hér á Álftanesi að byggja upp miðbæ hafi verið vonlaust alveg frá upphafi. Engar hugmyndir um miðbæ hafa verið jafn vonlausar og hugmundir Á listans og það sem er enn verra er að engar hugmyndir um miðbæ hafa verið okkur jafn dýrkeyptar, með þeim afleiðingum ásamt öðrum arfavitlausum ákvörðunum Á listans hafa orðið til þess að Sveitarfélagið Álftanes hefur misst sjálfstæði sitt og afar ólíklegt að þetta samfélag okkar nái því nokkurn tíma til baka aftur. Endalok sveitarfélagsins Álftaness Líklegast er að endalok Sveitarfélagsins Álftanes verði sá minnisvarði er hugmyndaskáldið Sigurður Magnússon og Á listinn hafa skapað sér. Viða um land hafa verið reistir minnisvarðar um hörmulega atburði, því spyr ég hvar er kertastjakinn sem reistur var við Grástein um árið er ekki rétt að finna hann og koma honum fyrir á sama stað, varla leikur nokkur vafi á því að þeir sem stóðu fyrir þessum gjörningi með velferð sveitarfélagsins Álftanes í huga að sínu áliti, á sínum tíma leggi allt í sölurnar og aðstoði við að kertastjakinn komist aftur á sinn stað. Þá getur fólk komið og kveikt á kertum og áminnt samborgara sína um að láta svona lagað aldrei henda okkur aftur. Kristján Bjarni Guðmundsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur stjórnsýslan á Álftanesi eytt gríðarlegri orku í hugmyndir um uppbyggingu á nýjum miðbæ hér í okkar litla samfélagi í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Árið 2005 í tíð meirihlutastjórnar Sjálfstæðisfélagsins hér á Álftanes var unnið að svokölluðu miðbæjarskipulagi. Það skipulag einkendist af tiltölulega þéttri byggð við eina aðalgötu í Breiðumýrinni, en deiliskipulagið var ekki niður njörfað hvað varðar hvers konar starfsemi skyldi fara fram í hverri byggingu fyrir sig. Einungis var getið um form húsa í meginatriðum og byggingarmagn á hverjum byggingarreit. Í aðdraganda bæjarstjórnarkosninga 2006 gerði Á listinn þetta skipulag að gríðarlegu deilumáli og þar af leiðandi snerust þær kosningar nær eingöngu um skipulagsmál og framtíðarsýn Álftnesinga á uppbyggingu „miðbæjar". Hver man ekki eftir kertastjakanum og logandi kertum á honum við Grástein, en komum að því síðar. Aðal áróðusmeistarar gegn gildandi skipulagi þá voru þau Sigurður Magnússon og Kristín Fjóla Bergþórsdóttir, muna kanski Álftnesingar ekki eftir loforðum þeirra um lýðræðislegar kosningar ef meiri háttar ákvarðanir í okkar litla samfélagi kæmu til álita eða var „Græni miðbærinn" kanski ekki meiriháttar ákvörðun sem nú kostar sveitarfélagið líklega sjálfræði sitt. Ekki þarf að fjölyrða um það meir hvernig þær kosningar fóru, en hins vegar er rétt að hugleiða betur þær hörmungar sem þeir fjórmenningar sem skipuðu meirihluta bæjarstjórnar fyrir hönd Á listann leiddi Sveitarfélagið Álftanes í, á þeim 3 árum sem þau báru ábyrgð á velferð okkar Álftnessinga. Þrátt fyrir gefin loforð um að ekki yrði ráðinn pólitískur bæjarstjóri var það gleymt og grafið strax að kosningum loknum, en þess í stað var oddviti Á listans myndlistamaðurinn Sigurður Magnússon ráðinn bæjarstjóri eins og hann hafði ætíð ætlað sér. En verkefnið að bera ábyrgð á velferð íbúa í heilu bæjarfélagi á ekkert skylt við starf listmálara sem mundar pensli sinn með hinum ólíklegustu litum á strigann enda er listamaðurinn gjarnan einskonar hugmyndaskáld, en kunnátta í slíkri listgrein dugar skammt þegar velferð heils samfélags er í húfi. Fyrsta verk nýs meirihluta (ef rétt er að kalla það meirihluta að sigra kosningar með þriggja atkvæða mun) var að stöðva framgang skipulags „miðsvæðis" og efna til samkeppni um gerð nýs deiliskipulags. Muna Álftnesingar enn hvaða hópur samborgara okkar varð fyrst fyrir óhæfuverkum þeirra fjórmenninga? Jú voru það ekki eldri borgarar, í aldir hafa það verið kölluð dyggðir að hlífa þeim er minnst meiga sín en hugmyndaskáldskapur Sigurðar Magnússonar þekkir ekki þannig dyggðri. Engan tíma mátti missa, rifta samningum við Hjúkrunarheimilið Eir strax um uppbyggingu íbúða fyrir eldri borgara já það mál var sko mikilvægt og engu til sparað fjórmenningarnir tóku við þokkalegu búi og því ekkert mál að henda svo sem eitt hundrað og tuttugu milljónum í bætur til Hjúkrunarheimilisins Eirar, þannig að eldri borgarar þvældust ekki fyrir hugmyndaskáldskap Sigurðar og skipulagsáformum um nýja fína „Græna miðbæinn". Þegar litið er til baka og reynt að greina starf Á listans virðist sem öll orkan hafi farið í vinnu við skipulagsmál, hæst ber þó skipulagið „Grænn miðbær". Ég hvet sem flesta til að fara inn á heimasíðuna „alftanes.is" skoða skipulagsuppdrætti af „Grænum miðbæ" samþykktum í júní 2008. Þegar rýnt er í þennan skipulagsuppdrátt nú á vordögum 2010 spyr ég mig, er til mikið meira 2007 dæmi, var hugmyndaskáldið Sigurður Magnússon og co kanski með sömu sýkina og „útrásarvíkingarnir" okkar. Var það kanski lán í óláni að hrunið skall á okkur haustið 2008 þannig að skuldir Álftnesinga eru bara 7 milljarðar. Ef hugmyndaskáldið Sigurður Magnússon og co hefði komið þessum draumórum sínum lengra er ógerlegt að gera sér í hugarlund hve gríðarlegar skuldir okkar væru nú. Hvað kostuðu svo skipulagsmálin sem nú er komið í ljós að voru draumórar einir líkt og pensilfar á striga, að ógleymdum kostnaði við delluna um útsýni forseta bæjarstjórnar sællar minningar. Hvar í veröldinni getur það gerst annars staðar enn á Álftanesi undir stjórn þessara kappa að forseti bæjarstjórnar laumi sér í tölvu úti bæ og skrifi þar svívirðingar um fólk í skjóli næturs. Getur verið að reikningurinn sé litlar tvö hundruð milljónir, það er nú kanski lítilræði þegar hugmyndaskáldið er á flugi. Að hætti „útrásarvíkinga" fór Sigurður Magnússon og co mikinn í landakaupum, varla var til sú landspilda hér á Álftanesi sem þau leituðu ekki kaups á. Í tíð „útrásarvíkingana" varð til orðið „skuldabréfavafningar" en hér á Álftanesi urðu til einskonar landakaupavafningar. Verktakar höfðu keypt upp land í Breiðumýri með vitund sveitarfélagsins, við ógildingu skipulagsins og tafa við gerð nýs skipulags ókyrrðust verktakar mjög og fóru að krefjast bóta vegna tafanna, því var bara mætt með því að þétta væntanlega byggð og auka þannig byggingarrétt verktakana í nýja sæta miðbænum okey flott hugmynd allir sáttir, verðmæti urðu til svona á striganum. Fyrirtækið Fagriás ehf kaupir land í Sviðholti, Sveitarfélagið Álftanes kaupir af Fagraás og greiðir með byggingarrétti í miðbæjarsvæði og mörgar aðrir landakaupavafningar rúllaðir upp í snarhasti. Nú er svo komið að höfðað hefur verið mál á hendur Sveitarfélaginu Álftanes vegna þessara vafninga. Hvað kostaði svo öll þessi hugmyndasmíð?, fimm hundruð milljónir, eitt þúsund milljónir eða jafnvel meira, en eitt er kristaltært peningar voru ekki reiddir fram af hugmyndaskáldinu. Annað hvort var um „vafninga" að ræða eða útgáfa skuldaviðurkenninga sem kæmu til greiðslu eftir að ný bæjarstjórn tæki við á vordögum 2010. En stóri misskilningurinn um miðbæ Í mörgum rótgrónum bæjarfélögum hefur myndast miðbær. En hvernig þróast miðbær? Ég tel að það væri öllum sem ráðast til forystu í stjórnsýslu bæjarfélaga hollt að skoða hvernig miðbær hefur þróast í aldanna rás. Hvað skyldu vera mörg bæjarfélög á Íslandi sem götuheitið Hafnarstræti kemur fyrir. Var það kanski svo að þangað sem aðföngin voru sótt og möguleikinn varð mestur á myndun þeirrar félagslegu heildar sem miðbærinn krefst hverju sinni. Öll miðbæjasamfélög einkennast af miklum þéttleika byggðar og þar verða byggingar gjarnan háreystari til að koma öllum þeim þörfum fyrir á tiltölulega þröngu svæði sem svona samfélag kallar eftir. Er það þannig samfélag sem Álftnesingar eru að sækjast eftir, ég held ekki. En hvers vegna hefur ekki þróast miðbær á Álftanesi? Var það ekki svo að Álftanes varð jaðarbyggð eftir að útgerð árabáta lauk, skútuöld og útgerð stærri skipa byrjaði þannig að námunda við fiskimiðin skipti ekki eins miklu máli og góð höfn. Núna einni öld síðar höfum við sem hér búum fundið okkur frábært lítið samfélag í jaðri höfuðborgarsvæðisins og stutt að sækja alla þjónustu og nærveru í fjöldann eftir þörfum hvers og eins. Getur verið að ákvörðun á bæjarstjórnarfundi dugi ekki til, þannig að miðbæjarstemming myndist sé einhver í vafa er þeim sama hollt að líta á hvernig tekist hefur til í nágrannasveitarfélagum okkar. Niðurstöður mínar eru því þær að áætlanir sveitarstjórnarmanna undanfarinna ára hér á Álftanesi að byggja upp miðbæ hafi verið vonlaust alveg frá upphafi. Engar hugmyndir um miðbæ hafa verið jafn vonlausar og hugmundir Á listans og það sem er enn verra er að engar hugmyndir um miðbæ hafa verið okkur jafn dýrkeyptar, með þeim afleiðingum ásamt öðrum arfavitlausum ákvörðunum Á listans hafa orðið til þess að Sveitarfélagið Álftanes hefur misst sjálfstæði sitt og afar ólíklegt að þetta samfélag okkar nái því nokkurn tíma til baka aftur. Endalok sveitarfélagsins Álftaness Líklegast er að endalok Sveitarfélagsins Álftanes verði sá minnisvarði er hugmyndaskáldið Sigurður Magnússon og Á listinn hafa skapað sér. Viða um land hafa verið reistir minnisvarðar um hörmulega atburði, því spyr ég hvar er kertastjakinn sem reistur var við Grástein um árið er ekki rétt að finna hann og koma honum fyrir á sama stað, varla leikur nokkur vafi á því að þeir sem stóðu fyrir þessum gjörningi með velferð sveitarfélagsins Álftanes í huga að sínu áliti, á sínum tíma leggi allt í sölurnar og aðstoði við að kertastjakinn komist aftur á sinn stað. Þá getur fólk komið og kveikt á kertum og áminnt samborgara sína um að láta svona lagað aldrei henda okkur aftur. Kristján Bjarni Guðmundsson
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar