Erlent

28 slasaðir og þrír látnir eftir rútuslys í Þýskalandi

Rútan er mjög illa farin eins og sjá má.
Rútan er mjög illa farin eins og sjá má. MYND/AP

19 börn eru slösuð og þrír fullorðnir léstust þegar rúta með dönskum skíðaferðalöngum lenti í árekstri nærri þýsku borginni Dessau í dag. Yngsta barnið er fjögurra ára gamalt. 12 barnanna munu hafa hlotið minniáttar áverka en sjö eru alvarlega slösuð að því er lögreglan í Dessau segir.

Þar að auki slösuðust níu fullorðnir og eru þrír á gjörgæslu. Tvær konur og einn karlmaður létust í árekstrinum sem varð í nótt á hraðbraut fyrir utan borgina. Danirnir voru á leið til Austurríkis í skíðaferðalag.

Rútan var tveggja hæða og skiptust tveir bílstjórar á við aksturinn. Að sögn lögreglu er óljóst hvað olli því að rútan ók utan í vegrið sem skildi að akreinar áður en hún snarsnérist á veginum og valt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×