Viðskipti innlent

Áfram dræm sala á fasteignamarkaðinum

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 16. apríl til og með 22. apríl 2010 var 40. Þar af voru 30 samningar um eignir í fjölbýli, 7 samningar um sérbýli og 3 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 1.168 milljónir króna og meðalupphæð á samning 29,2 milljónir króna.

Þesssi fjöldi kaupsamninga í borginni í vikunni er töluvert undir meðaltali síðustu 12 vikna sem er 47 kaupsamningar á viku.

Fjallað er um málið á vefsíðu Fasteignaskrár Íslands. Þar segir að á sama tíma var 2 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum. Þeir voru um eignir í fjölbýli. Heildarveltan var 41 milljónir króna og meðalupphæð á samning 20,4 milljónir króna.

Á sama tíma var 4 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 3 samningar um sérbýli og 1 samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 103 milljónir króna og meðalupphæð á samning 25,8 milljónir króna.

Á sama tíma var 1 kaupsamningi þinglýst á Árborgarsvæðinu. Hann var um eign í sérbýli og var upphæð samnings 14 milljónir króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×