Tvöfalt fleiri greinast með lystarstol 13. desember 2010 06:15 Guðlaug Þorsteinsdóttir geðlæknir. Fjöldi þeirra sem leggjast inn á geðdeildir vegna lystarstols hefur tvöfaldast hér á landi á 26 árum. Eru það niðurstöður nýrrar rannsóknar: Lystarstol 1983-2008: innlagnir, sjúkdómsmynd og lifun, sem birt er í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Rannsóknin byggir á sjúkraskrám þeirra sem lagðir voru inn á geðdeildir á Íslandi á tímabilinu 1. janúar 1983 til ársloka 2008, þar sem lokaúrtak var 84 einstaklingar, þar af 79 konur og 5 karlar. Meðalaldur sjúklinga var 18,7 ár og hafa tvær konur látist vegna sjúkdómsins á rannsóknartímabilinu, sem er lægra hlutfall en á Vesturlöndum. Rannsókninni var skipt niður í tvö tímabil, 1983 til 1995 og 1996 til 2008. Á fyrra tímabilinu voru nýjar innlagnir vegna lystarstols 1,43 á hverja 100.000 íbúa á ári, 11 til 46 ára. Á seinna tímabilinu fjölgaði tilfellum um meira en 100 prósent, en þá voru innlagnir 2,91 á hverja 100.000 íbúa. Guðlaug Þorsteinsdóttir, geðlæknir hjá göngudeild geðsviðs Landspítalans, segir að tilvikin séu þrátt fyrir allt mjög fá og alvarleg tilfelli af átröskunum og lystarstoli séu afar sjaldgæf. Aukningu nýrra tilfella megi rekja til aukins nýgengis innlagna hjá barna- og unglingageðdeild Landspítalans. „Það er marktæk aukning síðustu tíu árin, en þetta eru svo fáir einstaklingar að það er erfitt að draga ályktanir," segir Guðlaug. „En upplýsingum um nýgengi tilfella á Íslandi utan stofnana er enn ábótavant." Meðallengd fyrstu innlagnar var 98 dagar á fullorðinsdeildum og 130 á unglingadeildum. Alls voru tíu einstaklingar vistaðir nauðugir. Rannsóknin sýndi fram á að algengt er að lystarstolssjúklingar skaði sjálfa sig eða reyni að fremja sjálfsvíg inni á geðdeildum. Á rannsóknartímabilinu var hlutfall þeirra sem lögðust inn oftar en einu sinni um fjörutíu prósent. Eftir að átröskunarteymi Landspítalans var komið á árið 2006 hefur legudögum lystarstolssjúklinga fækkað og meðferðarúrræði verið bætt. „Enn vantar þó viðeigandi eftirmeðferðarúrræði, meðferðarheimili þar sem fólk getur verið í endurhæfingu, eins og tíðkast í nágrannalöndum okkar," segir Guðlaug. sunna@frettabladid.is Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Fjöldi þeirra sem leggjast inn á geðdeildir vegna lystarstols hefur tvöfaldast hér á landi á 26 árum. Eru það niðurstöður nýrrar rannsóknar: Lystarstol 1983-2008: innlagnir, sjúkdómsmynd og lifun, sem birt er í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Rannsóknin byggir á sjúkraskrám þeirra sem lagðir voru inn á geðdeildir á Íslandi á tímabilinu 1. janúar 1983 til ársloka 2008, þar sem lokaúrtak var 84 einstaklingar, þar af 79 konur og 5 karlar. Meðalaldur sjúklinga var 18,7 ár og hafa tvær konur látist vegna sjúkdómsins á rannsóknartímabilinu, sem er lægra hlutfall en á Vesturlöndum. Rannsókninni var skipt niður í tvö tímabil, 1983 til 1995 og 1996 til 2008. Á fyrra tímabilinu voru nýjar innlagnir vegna lystarstols 1,43 á hverja 100.000 íbúa á ári, 11 til 46 ára. Á seinna tímabilinu fjölgaði tilfellum um meira en 100 prósent, en þá voru innlagnir 2,91 á hverja 100.000 íbúa. Guðlaug Þorsteinsdóttir, geðlæknir hjá göngudeild geðsviðs Landspítalans, segir að tilvikin séu þrátt fyrir allt mjög fá og alvarleg tilfelli af átröskunum og lystarstoli séu afar sjaldgæf. Aukningu nýrra tilfella megi rekja til aukins nýgengis innlagna hjá barna- og unglingageðdeild Landspítalans. „Það er marktæk aukning síðustu tíu árin, en þetta eru svo fáir einstaklingar að það er erfitt að draga ályktanir," segir Guðlaug. „En upplýsingum um nýgengi tilfella á Íslandi utan stofnana er enn ábótavant." Meðallengd fyrstu innlagnar var 98 dagar á fullorðinsdeildum og 130 á unglingadeildum. Alls voru tíu einstaklingar vistaðir nauðugir. Rannsóknin sýndi fram á að algengt er að lystarstolssjúklingar skaði sjálfa sig eða reyni að fremja sjálfsvíg inni á geðdeildum. Á rannsóknartímabilinu var hlutfall þeirra sem lögðust inn oftar en einu sinni um fjörutíu prósent. Eftir að átröskunarteymi Landspítalans var komið á árið 2006 hefur legudögum lystarstolssjúklinga fækkað og meðferðarúrræði verið bætt. „Enn vantar þó viðeigandi eftirmeðferðarúrræði, meðferðarheimili þar sem fólk getur verið í endurhæfingu, eins og tíðkast í nágrannalöndum okkar," segir Guðlaug. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira