200 ungir tónlistarmenn á götuna í júlí ef TÞM lokar 12. júní 2010 10:00 Danni segir að 140 milljónum hafi verið varið í uppbyggingu TÞM en 6 milljónir vantar til að geta starfað út árið. „Við gerðum allt rétt, en erum samt í djúpum skít," segir Danni Pollock, forsprakki TÞM. Tónlistarþróunarmiðstöðinni (TÞM) verður lokað 1. júlí ef hún nær ekki að fjármagna húsaleigu ársins. 12 milljónir kostar að leigja húsnæði TÞM úti á Granda á ári og Reykjavíkurborg greiðir helminginn af því. Landsbankinn styrkti starfsemina um hinar sex milljónirnar áður en bankinn féll í október árið 2008, en nú er svo komið að bæði sýslumaður og síðar héraðsdómur hafa úrskurðað að starfsemin verður borin út í sumar. „Félagsmenn hafa byggt TÞM upp frá 2002 og heildarupphæð sem hefur verið lögð í starfsemina er í kringum 140 milljónir," segir Danni. „Um 90 milljónir eru beint frá krökkunum sjálfum. Borgin er að reyna að spara sex milljónir með því að henda 140 milljónum." Danni furðar sig á því að þurfa styrki frá einkaaðilum til að reka TÞM, enda sé peningum dælt í íþróttir og aðrar tómstundir. Þá bendir hann á að hin Norðurlöndin verji háum fjárhæðum í starfsemi á borð við þessa. „Það er einfaldlega vegna þess að þau skilja þetta," segir hann. „TÞM hefur mikið forvarnargildi og er mikil bót fyrir samfélagið." Danni vill fá Reykjavík inn í reksturinn af fullum krafti og að borgin semji við eigendur hússins. Nýr meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar tekur við stjórnartaumum í Reykjavík á þriðjudag og því getur ný borgarstjórn ekki tekið afstöðu til málsins fyrr en þá. Einar Örn Benediktsson, borgarfulltrúi Besta flokksins, segist þó alltaf hafa haldið með TÞM. „Ég hef stutt TÞM í gegnum árin," segir hann. „Ég og Danni höfum oft talað um TÞM. Sem dæmi þá æfði Björk fyrir Volta-túrinn þarna inni þannig að þetta húsnæði er alveg bráðnauðsynlegt.Í stuttu máli, þá er æskilegt að TÞM haldi lífi." Mest lesið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Fleiri fréttir Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Sjá meira
„Við gerðum allt rétt, en erum samt í djúpum skít," segir Danni Pollock, forsprakki TÞM. Tónlistarþróunarmiðstöðinni (TÞM) verður lokað 1. júlí ef hún nær ekki að fjármagna húsaleigu ársins. 12 milljónir kostar að leigja húsnæði TÞM úti á Granda á ári og Reykjavíkurborg greiðir helminginn af því. Landsbankinn styrkti starfsemina um hinar sex milljónirnar áður en bankinn féll í október árið 2008, en nú er svo komið að bæði sýslumaður og síðar héraðsdómur hafa úrskurðað að starfsemin verður borin út í sumar. „Félagsmenn hafa byggt TÞM upp frá 2002 og heildarupphæð sem hefur verið lögð í starfsemina er í kringum 140 milljónir," segir Danni. „Um 90 milljónir eru beint frá krökkunum sjálfum. Borgin er að reyna að spara sex milljónir með því að henda 140 milljónum." Danni furðar sig á því að þurfa styrki frá einkaaðilum til að reka TÞM, enda sé peningum dælt í íþróttir og aðrar tómstundir. Þá bendir hann á að hin Norðurlöndin verji háum fjárhæðum í starfsemi á borð við þessa. „Það er einfaldlega vegna þess að þau skilja þetta," segir hann. „TÞM hefur mikið forvarnargildi og er mikil bót fyrir samfélagið." Danni vill fá Reykjavík inn í reksturinn af fullum krafti og að borgin semji við eigendur hússins. Nýr meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar tekur við stjórnartaumum í Reykjavík á þriðjudag og því getur ný borgarstjórn ekki tekið afstöðu til málsins fyrr en þá. Einar Örn Benediktsson, borgarfulltrúi Besta flokksins, segist þó alltaf hafa haldið með TÞM. „Ég hef stutt TÞM í gegnum árin," segir hann. „Ég og Danni höfum oft talað um TÞM. Sem dæmi þá æfði Björk fyrir Volta-túrinn þarna inni þannig að þetta húsnæði er alveg bráðnauðsynlegt.Í stuttu máli, þá er æskilegt að TÞM haldi lífi."
Mest lesið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Fleiri fréttir Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Sjá meira