Leikreglunum breytt eftir á? 6. júlí 2010 08:00 Svæðið er ein vinsælasta náttúruperla hálendisins og er innan Torfajökulssvæðisins eins og það er skilgreint. Engar líkur er á að virkjun rísi hér en Orkustofnun hefur hins vegar skilgreint sjö orkunýtingarkosti á svæðinu. fréttablaðið/vilhelm Breyting á frumvarpi iðnaðarráðherra um nýtingu vatnsafls og jarðvarma vekur spurningar um hvort stór svæði hafi verið útilokuð með tilliti til framtíðarorkunýtingar. Samkvæmt frumvarpinu mun verndar- og nýtingaráætlun ekki ná til svæða sem njóta nú þegar friðlýsingar nema það sé þegar heimilt samkvæmt skilmálum friðlýsingar viðkomandi svæðis. Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma hefur verið í vinnslu síðan árið 1999. Hún er þrískipt og var fyrsti áfangi hennar unninn á árunum 1999 til 2003 og laut fyrst og síðast að nýtingu. Vinnu við 2. áfanga lauk á vormánuðum en þar var horft til nýtingar og verndunar. Þar er horft til allra þeirra virkjunarkosta sem skoðaðir voru í 1. áfanga en mörgum jafnframt bætt við. Alls voru 40 vatnsaflskostir teknir fyrir og 44 kostir til nýtingar á um tuttugu jarðhitasvæðum. Markmið rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða er að skapa sátt um þetta mikla deilumál. Fyrirtækin sem vilja virkja lögðu fram til verkefnisstjórnarinnar á sínum tíma lista yfir fjölmarga orkunýtingarkosti. Hefur því verið haldið fram að þar hafi hugmyndin verið að því fleiri sem virkjunarkostirnir yrðu myndu líkurnar aukast á því að fá sem flesta. Náttúruverndarsinnar hafa á hinn bóginn haldið því fram að vinnan hefði fyrst átt að snúast um að útiloka svæði sem allir eru sammála um að skuli vernduð. Það hafi ekki verið gert og á þeim langa tíma sem áætlunin hafi verið í vinnslu hafi ýmsir virkjunarkostir verið teknir út fyrir sviga í stað þess að bíða endanlegrar niðurstöðu við gerð áætlunarinnar. Lög í smíðumSamhliða vinnu fjölmargra faghópa sem koma að gerð rammaáætlunarinnar liggur fyrir frumvarp iðnaðarráðherra um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða. Frumvarpið var kynnt í ríkisstjórn í desember 2009 en lagt fram í þinginu 16. júní síðastliðinn. Þá var því vísað til 2. umræðu og til meðferðar í iðnaðarnefnd án þess að nokkur tæki til máls nema frummælandinn Össur Skarphéðinsson, sem hljóp í skarðið í fjarvistum Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra. Viðmælendur Fréttablaðsins segja það sæta nokkrum tíðindum í ljósi þeirra deilna sem hafa löngum verið um málaflokkinn. Er spurt hvort það hafi skipt máli að Össur mælti fyrir frumvarpinu á sjötta tímanum um morguninn. Eins og kunnugt er var mikill annatími hjá þingmönnum enda mörg mál til afgreiðslu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en um opinbert leyndarmál er í raun að ræða, tók svo langan tíma að afgreiða frumvarpið út úr þingflokkum stjórnarflokkanna vegna tregðu Vinstri grænna. Ein veruleg breyting var gerð á frumvarpinu frá því að það var kynnt í ríkisstjórn þangað til að mælt var fyrir því á þinginu. Í 3. grein frumvarpsins, sem ber yfirskriftina Verndar- og nýtingaráætlun, bættist við eftirfarandi texti. „Verndar- og nýtingaráætlun tekur ekki til landsvæða sem njóta friðlýsingar í samræmi við 50. gr. laga um náttúruvernd nema tiltekið sé í friðlýsingarskilmálum að virkjunarframkvæmdir séu heimilar á viðkomandi svæði.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins setti þingflokkur Vinstri grænna það sem skilyrði að þessum texta yrði bætt við 3. grein frumvarpsins. Að öðrum kosti yrði það ekki afgreitt. Þetta virðist í fljótu bragði þýða að verndar- og nýtingaráætlun nái ekki til þeirra svæða sem hafa einhvern tíma verið friðlýst, nema, að það hafi verið tekið fram í friðlýsingarskilmálum á sínum tíma að hægt sé að fá undanþágu vegna orkunýtingar. Athugasemdir við frumvarpið bæta litlu við: „Hins vegar er verkefnisstjórn heimilt að fjalla um virkjunarkosti og landsvæði innan friðlýstra svæða til samanburðar við aðra kosti,“ segir þar. Ólík sjónarmiðGústaf Adolf Skúlason, aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku, segir að rammaáætlunin sé gríðarlega mikilvægt mál. Verkefnisstjórnin hafi unnið mikið og gott starf og vonir standi til þess að vinnan skili sér í sátt á milli ólíkra sjónarmiða. Samorka hefur frumvarpið til skoðunar og mun skila athugasemdum sínum fljótlega. „Við munum gera athugasemd við þessa viðbót enda er verið að breyta leikreglum eftir á, að okkar mati. Verkefnisstjórnin er búin að vinna út frá öðrum forsendum misserum saman. Nú er fjöldi svæða ekki lengur með og vart annað að sjá en þetta lýsi vantrausti á vinnu verkefnisstjórnarinnar.“ Gústaf segir það vandamál að í stjórnkerfinu skorti yfirsýn yfir hvað þessi breyting hafi í för með sér. Hvaða svæði detti út úr rammaáætlun og hver ekki. „Það er mjög sérstakt ef alþingismenn eiga að samþykkja frumvarp sem þeir vita ekki hvað stendur fyrir. Sem dæmi má nefna Torfajökulssvæðið. Þetta kann að hafa þau áhrif að allt Torfajökulssvæðið standi utan rammaáætlunarinnar. Þá erum við að tala um einn þriðja af öllum nýtanlegum jarðhita sem eftir er í landinu að mati Orkustofnunar.“ Annað dæmi til samanburðar er Reykjanesfólksvangur þar sem það er tekið fram í friðlýsingarskilmálum að hægt sé að fá undanþágu vegna framkvæmda, til dæmis í Krýsuvík. „Svo er það að svæðið fer hvorki í nýtingarflokk né verndarflokk heldur stendur fyrir utan.“ Í dag hefur ekkert orkufyrirtæki áform um að nýta Torfajökulssvæðið en verkefnastjórn Rammaáætlunar hefur skilgreint sjö orkukosti á svæðinu. Stjórnmálin„Þarna erum við að koma til móts við aðila sem töldu þetta betra fyrirkomulag, þó að ég sé annarrar skoðunar,“ segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. „Ég tel að friðuðu svæðin hefðu sterkari verndunarrétt ef þeim yrði skipað í verndunarflokkinn. Við vorum að mæta áhyggjum um að friðlýst svæði yrðu sett inn í nýtingarflokk. Þetta breytir ekki miklu þannig séð, nema að þessi svæði fara ekki í verndarflokkinn og færri svæði flokkuð sem slík fyrir vikið.“ Katrín segir að iðnaðarnefnd muni skoða þetta atriði vel, enda sé um álitaefni að ræða. Hún segir að hins vegar séu friðlýsingarskilmálar mismunandi á milli svæða. „Friðlýsingar samkvæmt náttúruverndarlögum eru eitthvað sem þarf að skoða, að mínu mati. Það þarf að styrkja stöðu svæðanna sem friðlýst svæði. Það er síðan mín skoðun að sé svæði komið í verndarflokk þá séu þau orðin nokkuð örugg fyrir því að verða nýtt.“ Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir málið snúast um það að friðlýst svæði, og þau sem þegar eru innan þjóðgarða, séu ekki til álita við rammaáætlun. „Það er það sem þessi klásúla segir. Við eigum áratuga sögu friðlýsinga og uppbyggingu þjóðgarða. Þetta snýst um að þessi svæði séu ekki á byrjunarreit gagnvart þessari vinnu. Nýtingarsýnin hefur yfirskyggt aðra sýn á landnotkun á Íslandi. Við verðum að hafa hugfast að þessi lög sem hér um ræðir verða ekki sett yfir önnur lög um náttúruvernd.“ Spurð um hvort textabreyting 3. greinar hafi verið skilyrði Vinstri grænna segir Svandís að málið hafi ekki verið á því stigi að „menn væru að setja hvor öðrum skilyrði. Það eru náttúruverndarsinnar í báðum flokkum. Hins var alltaf ljóst að töluverð vinna var eftir til að stilla þessi sjónarmið saman áður en frumvarpið næði að fara í gegnum báða þingflokka. Niðurstaðan var þannig að við gátum öll vel við unað.“ Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Breyting á frumvarpi iðnaðarráðherra um nýtingu vatnsafls og jarðvarma vekur spurningar um hvort stór svæði hafi verið útilokuð með tilliti til framtíðarorkunýtingar. Samkvæmt frumvarpinu mun verndar- og nýtingaráætlun ekki ná til svæða sem njóta nú þegar friðlýsingar nema það sé þegar heimilt samkvæmt skilmálum friðlýsingar viðkomandi svæðis. Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma hefur verið í vinnslu síðan árið 1999. Hún er þrískipt og var fyrsti áfangi hennar unninn á árunum 1999 til 2003 og laut fyrst og síðast að nýtingu. Vinnu við 2. áfanga lauk á vormánuðum en þar var horft til nýtingar og verndunar. Þar er horft til allra þeirra virkjunarkosta sem skoðaðir voru í 1. áfanga en mörgum jafnframt bætt við. Alls voru 40 vatnsaflskostir teknir fyrir og 44 kostir til nýtingar á um tuttugu jarðhitasvæðum. Markmið rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða er að skapa sátt um þetta mikla deilumál. Fyrirtækin sem vilja virkja lögðu fram til verkefnisstjórnarinnar á sínum tíma lista yfir fjölmarga orkunýtingarkosti. Hefur því verið haldið fram að þar hafi hugmyndin verið að því fleiri sem virkjunarkostirnir yrðu myndu líkurnar aukast á því að fá sem flesta. Náttúruverndarsinnar hafa á hinn bóginn haldið því fram að vinnan hefði fyrst átt að snúast um að útiloka svæði sem allir eru sammála um að skuli vernduð. Það hafi ekki verið gert og á þeim langa tíma sem áætlunin hafi verið í vinnslu hafi ýmsir virkjunarkostir verið teknir út fyrir sviga í stað þess að bíða endanlegrar niðurstöðu við gerð áætlunarinnar. Lög í smíðumSamhliða vinnu fjölmargra faghópa sem koma að gerð rammaáætlunarinnar liggur fyrir frumvarp iðnaðarráðherra um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða. Frumvarpið var kynnt í ríkisstjórn í desember 2009 en lagt fram í þinginu 16. júní síðastliðinn. Þá var því vísað til 2. umræðu og til meðferðar í iðnaðarnefnd án þess að nokkur tæki til máls nema frummælandinn Össur Skarphéðinsson, sem hljóp í skarðið í fjarvistum Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra. Viðmælendur Fréttablaðsins segja það sæta nokkrum tíðindum í ljósi þeirra deilna sem hafa löngum verið um málaflokkinn. Er spurt hvort það hafi skipt máli að Össur mælti fyrir frumvarpinu á sjötta tímanum um morguninn. Eins og kunnugt er var mikill annatími hjá þingmönnum enda mörg mál til afgreiðslu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en um opinbert leyndarmál er í raun að ræða, tók svo langan tíma að afgreiða frumvarpið út úr þingflokkum stjórnarflokkanna vegna tregðu Vinstri grænna. Ein veruleg breyting var gerð á frumvarpinu frá því að það var kynnt í ríkisstjórn þangað til að mælt var fyrir því á þinginu. Í 3. grein frumvarpsins, sem ber yfirskriftina Verndar- og nýtingaráætlun, bættist við eftirfarandi texti. „Verndar- og nýtingaráætlun tekur ekki til landsvæða sem njóta friðlýsingar í samræmi við 50. gr. laga um náttúruvernd nema tiltekið sé í friðlýsingarskilmálum að virkjunarframkvæmdir séu heimilar á viðkomandi svæði.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins setti þingflokkur Vinstri grænna það sem skilyrði að þessum texta yrði bætt við 3. grein frumvarpsins. Að öðrum kosti yrði það ekki afgreitt. Þetta virðist í fljótu bragði þýða að verndar- og nýtingaráætlun nái ekki til þeirra svæða sem hafa einhvern tíma verið friðlýst, nema, að það hafi verið tekið fram í friðlýsingarskilmálum á sínum tíma að hægt sé að fá undanþágu vegna orkunýtingar. Athugasemdir við frumvarpið bæta litlu við: „Hins vegar er verkefnisstjórn heimilt að fjalla um virkjunarkosti og landsvæði innan friðlýstra svæða til samanburðar við aðra kosti,“ segir þar. Ólík sjónarmiðGústaf Adolf Skúlason, aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku, segir að rammaáætlunin sé gríðarlega mikilvægt mál. Verkefnisstjórnin hafi unnið mikið og gott starf og vonir standi til þess að vinnan skili sér í sátt á milli ólíkra sjónarmiða. Samorka hefur frumvarpið til skoðunar og mun skila athugasemdum sínum fljótlega. „Við munum gera athugasemd við þessa viðbót enda er verið að breyta leikreglum eftir á, að okkar mati. Verkefnisstjórnin er búin að vinna út frá öðrum forsendum misserum saman. Nú er fjöldi svæða ekki lengur með og vart annað að sjá en þetta lýsi vantrausti á vinnu verkefnisstjórnarinnar.“ Gústaf segir það vandamál að í stjórnkerfinu skorti yfirsýn yfir hvað þessi breyting hafi í för með sér. Hvaða svæði detti út úr rammaáætlun og hver ekki. „Það er mjög sérstakt ef alþingismenn eiga að samþykkja frumvarp sem þeir vita ekki hvað stendur fyrir. Sem dæmi má nefna Torfajökulssvæðið. Þetta kann að hafa þau áhrif að allt Torfajökulssvæðið standi utan rammaáætlunarinnar. Þá erum við að tala um einn þriðja af öllum nýtanlegum jarðhita sem eftir er í landinu að mati Orkustofnunar.“ Annað dæmi til samanburðar er Reykjanesfólksvangur þar sem það er tekið fram í friðlýsingarskilmálum að hægt sé að fá undanþágu vegna framkvæmda, til dæmis í Krýsuvík. „Svo er það að svæðið fer hvorki í nýtingarflokk né verndarflokk heldur stendur fyrir utan.“ Í dag hefur ekkert orkufyrirtæki áform um að nýta Torfajökulssvæðið en verkefnastjórn Rammaáætlunar hefur skilgreint sjö orkukosti á svæðinu. Stjórnmálin„Þarna erum við að koma til móts við aðila sem töldu þetta betra fyrirkomulag, þó að ég sé annarrar skoðunar,“ segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. „Ég tel að friðuðu svæðin hefðu sterkari verndunarrétt ef þeim yrði skipað í verndunarflokkinn. Við vorum að mæta áhyggjum um að friðlýst svæði yrðu sett inn í nýtingarflokk. Þetta breytir ekki miklu þannig séð, nema að þessi svæði fara ekki í verndarflokkinn og færri svæði flokkuð sem slík fyrir vikið.“ Katrín segir að iðnaðarnefnd muni skoða þetta atriði vel, enda sé um álitaefni að ræða. Hún segir að hins vegar séu friðlýsingarskilmálar mismunandi á milli svæða. „Friðlýsingar samkvæmt náttúruverndarlögum eru eitthvað sem þarf að skoða, að mínu mati. Það þarf að styrkja stöðu svæðanna sem friðlýst svæði. Það er síðan mín skoðun að sé svæði komið í verndarflokk þá séu þau orðin nokkuð örugg fyrir því að verða nýtt.“ Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir málið snúast um það að friðlýst svæði, og þau sem þegar eru innan þjóðgarða, séu ekki til álita við rammaáætlun. „Það er það sem þessi klásúla segir. Við eigum áratuga sögu friðlýsinga og uppbyggingu þjóðgarða. Þetta snýst um að þessi svæði séu ekki á byrjunarreit gagnvart þessari vinnu. Nýtingarsýnin hefur yfirskyggt aðra sýn á landnotkun á Íslandi. Við verðum að hafa hugfast að þessi lög sem hér um ræðir verða ekki sett yfir önnur lög um náttúruvernd.“ Spurð um hvort textabreyting 3. greinar hafi verið skilyrði Vinstri grænna segir Svandís að málið hafi ekki verið á því stigi að „menn væru að setja hvor öðrum skilyrði. Það eru náttúruverndarsinnar í báðum flokkum. Hins var alltaf ljóst að töluverð vinna var eftir til að stilla þessi sjónarmið saman áður en frumvarpið næði að fara í gegnum báða þingflokka. Niðurstaðan var þannig að við gátum öll vel við unað.“
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira