Lífið

Top Model-stjarna elskar Diktu

Shandi úr American‘s Next Top Model er mikill aðdáandi Diktu og segir þá frábæra stráka.
Shandi úr American‘s Next Top Model er mikill aðdáandi Diktu og segir þá frábæra stráka.

„Ég hitti strákana í Diktu þegar þeir spiluðu í New York fyrir nokkrum árum. Ég keypti handa þeim Cosmopolitan-kokteila!" segir fyrirsætan Shandi Sullivan.

Shandi lenti í þriðja sæti í annarri þáttaröð American's Next Top Model sem Skjár einn sýndi árið 2004. Hún býr í New York og ásamt því að hafa starfað sem fyrirsæta hefur hún komið fram sem plötusnúður ásamt því að sjá um karókíkvöld á skemmtistöðum Stóra eplisins.

Útvarpskonan Margrét Erla Maack kynnti Shandi fyrir Diktu á sínum tíma, en sú fyrrnefnda bjó í New York fyrir nokkrum misserum. Top Model-stjarnan á þó eftir að sjá Diktu á tónleikum og bíður spennt eftir því.

Hér er Shandi, þriðja frá vinstri, eins og margir muna eftir henni úr Top Model fyrir nokkrum árum. Sigurvegari þáttaraðarinnar var Yoanna, sjöunda frá vinstri.

Hún er dugleg við að kynna hljómsveitina fyrir vinum sínum og birtir reglulega lög frá þeim á Facebook- og Myspace-síðum sínum. Það hefur skilað sér í fjölmörgum vinabeiðnum til Diktu frá ungum bandarískum stúlkum.

„Ég á líka bol frá þeim," segir Shandi sem er ekki ennþá búin að hlusta á nýju plötuna Get it Together. „Ég mun hlusta á hana bráðum."

Dikta hefur slegið rækilega í gegn á árinu og nánast einokað vinsældalista landsins með plötunni og útvarpsslögurunum. Shandi gleðst yfir velgengni strákanna. „Mér finnst þeir alveg stórkostlegir og ég er ofuránægð með velgengni þeirra. Þeir eru frábær hópur af strákum!"- afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.