Erlent

Hvar eru skammbyssurnar mínar Barack?

Óli Tynes skrifar
Glock skammbyssur eru nítján skota vígtól.
Glock skammbyssur eru nítján skota vígtól.

Fjórar skammbyssur hurfu úr farangri lífvarða Benjamíns Netanyahus forsætisráðherra Ísraels í heimsókn hans til Bandaríkjanna.

Netanyahu átti fund með Barack Obama forseta þar sem meðal annars var gefin út yfirlýsing um að Ísrael og Bandaríkin væru tengd órofa böndum.

Frá Washington fór Netanyahu til New York til þess að hitta leiðtoga Gyðinga þar í borg. Forsætisráðherrann og fylgdarlið hans fór með áætlunarflugi á milli borganna.

Ein taska í farangrinum lenti hinsvegar í Los Angeles. Og þegar hún skilaði sér kom í ljós að úr henni höfðu verið teknar fjórar sjálfvirkar Glock skammbyssur.

Ekki er vitað hvar á leiðinni þær hurfu en málið er til rannsóknar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×