Erlent

Endurtalning atkvæða framundan í Svíþjóð

Reiknað er með að endurtalningar verði krafist í tveimur kjördæmum í Svíþjóð eftir að talningu utankjörstaðaatkvæða lauk þar seint í gærkvöldi.

Aðeins munar 16 atkvæðum í þessum kjördæmum til þess að ríkisstjórnarflokkarnir haldi meirihluta sínum. Í endurtalningunni fengu ríkisstjórnarflokkarnir einn mann í viðbót og hafa nú 173 sæti á þinginu en 175 þarf í meirihlutann.

Kjördæmin sem endurtalið verður í eru Vermaland og Gautaborg. Í öðru þeirra munar 7 atkvæðum að ríkisstjórnarflokkarnir nái manni af stjórnarandstöðunni og í hinu munar 9 atkvæðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×