Viðskipti innlent

Verðbólgan í takt við spár sérfræðinga

Ársverðbólgan er nokkuð í takt við spár sérfræðinga sem gerðu ráð fyrir að verðbólgan myndi mælast á bilinu 8,5 til 8,9%.

Verðbólgan mælist nú 8,5% að því er segir á vefsíðu Hagstofunnnar. Hún eykst um 1,2 prósentustig frá því í febrúar er verðbólgan mældist 7,3%.

Greining Íslandsbanka hitti naglann nákvæmlega á höfuðið með sinni spá sem gerði ráð fyrir að verðbólgan yrði 8,5%. Aðrir sérfræðingar reiknuðu með ívið meiri verðbólgu, t.d. hljóðaði spá MP Banka upp á 8,9%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×