Viðskipti innlent

Yfirmönnum sagt upp hjá BYR

Fjórum starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá Byr eftir að ríkið tók bankann yfir í gærkvöldi.

Um er að ræða fjóra yfirmenn samkvæmt heimildum Vísis.

Flestir starfsmenn bankans verða þó endurráðnir.

Eiginfjárframlag ríkisins inn í Byr og Sparisjóð Keflavíkur (Spkef) nemur samtals rúmum 1,7 milljörðum kr. Í hvorn sparisjóð nemur framlagið 5 milljónum evra, eða um 860 milljónum króna. Bankasýsla ríkisins muni síðan taka ákvörðun um framtíðar fjármögnun sparisjóðanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×