Erlent

Á þriðja hundrað látnir í Kongó

Óttast er að allt að 270 manns hafi látist þegar olíuflutningabíll sprakk í litlu þorpi í Kongó í nótt. Mikið eldhaf myndaðist þegar eldsneyti lak úr bílnum. Olíubíllinn var á leið með eldsneyti frá Tansaníu en fór út af veginum í þorpinu Sange, sem er skammt frá landamærunum að Rúanda. Eldsneyti flæddi úr bílnum þegar hann valt og kveiknaði í olíunni þegar hún hafði lekið um hluta þorpsins. Margir þeirra þorpsbúa sem fórust höfðu safnast saman þar sem olían lak í nótt og reynt að verða sér úti um eldsneyti.


Tengdar fréttir

Allt að 200 látnir í Kongó

Óttast er að allt að 200 manns hafi látið lífið þegar olíuflutningabíll sprakk í litlu þorpi í Kongó í nótt. Bíllin var á leið með eldsneyti frá Tansaníu og fór út af veginum þegar inn í þorpið var komið, með fyrrgreindum afleiðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×