Handbolti

Lino Cervar hættir með króatíska landsliðið eftir EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lino Cervar, þjálfari Króatíu.
Lino Cervar, þjálfari Króatíu. Mynd/DIENER/Leena Manhart
Lino Cervar, þjálfari Króatíu, varpaði bombu í dag á blaðamannafundi fyrir leik Króata og Dana á Evrópumótinu í handbolta í Austurríki. Hann sagðist vera búinn að fá nóg af starfinu og að hann myndi hætta að þjálfa króatíska landsliðið eftir EM.

„Ég mun segja upp sem þjálfari liðsins og ég hef sagt leikmönnunum frá þessu. Ég nenni þessu ekki lengur. Það er enginn hérna inni sem trúir á mig eða þetta verkefni. Þá er það varla merkilegt og ekki til þess að eyða orku í," sagði Lino Červar pirraður á blaðamannafundinum en danska blaðið Berlinke Tidende segir frá þessu..

„Ég ætlaði alltaf að fara með þetta lið á Ólympíuleikana 2012 en enginn ykkar áttar sig á því að við þurfum þá bara að toppa eftir tvö ár. Það eina sem ég heyri og les er gagnrýni á mín störf. Ég get ekki hugsað mér að halda áfram við þessar aðstæður," sagði Lino Cervar sem hefur þjálfað Króatan allar götur síðan 2002.

Lino Cervar gerði Króata að heimsmeisturum 2003 og Ólympíumeistuum 2004 og liðið vann einnig silfur á HM 2005 og EM 2008.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×