Erlent

Allt að 200 látnir í Kongó

Mynd/AFP

Óttast er að allt að 200 manns hafi látið lífið þegar olíuflutningabíll sprakk í litlu þorpi í Kongó í nótt. Bíllin var á leið með eldsneyti frá Tansaníu og fór út af veginum þegar inn í þorpið var komið, með fyrrgreindum afleiðingum.

Eldsneyti flæddi úr bílnum og kveiknaði í olíunni þegar hún hafði lekið um hluta þorpsins. Við það myndaðist stórt eldhaf og er enn unnið að því að slökkva hluta eldsins. Olíuslys eru ekki óalgeng á þessum slóðum og fylgir þeim jafnan mikið mannfall en íbúar þorpsins í Kongó söfnuðust saman þar sem olían lak og reyndu að verða sér úti um eldsneyti. Gríðarleg fátækt er á þessu svæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×