Magnús Orri Schram: Yst til hægri og yst til vinstri Magnús Orri Schram skrifar 10. apríl 2010 06:00 Þar sem fjölmargt í endurreisn atvinnulífsins veltur á erlendu fjármagni og viðskiptatrausti til Íslendinga, telja sumir stjórnmálamenn að mikilvægt sé að leysa Icesave í anda þess tilboðs sem lá á borðinu fyrir þjóðaratkvæði. Fámennur hópur stjórnmálamanna er hins vegar á annarri skoðun, og virðist ónæmur fyrir nýlegum fréttum úr atvinnulífinu. Óvíst er um verkefni Orkuveitu Reykjavíkur enda lánshæfi hennar í ruslflokki þar sem tafir á Icesave og óviss aðgangur að erlendu lánsfé veldur áhyggjum um getu fyrirtækisins til að standa í skilum (Mbl. 7. apríl). Seðlabankinn segir að með óleyst Icesave verði meira atvinnuleysi, hærri vextir, lægra gengi og meiri niðurskurður (Vísir 17. mars). Forstjóri Landsvirkjunar segir Búðarhálsvirkjun þurfa erlent fjármagn og við óleyst Icesave fái fyrirtækið ekki fjármuni á viðunandi kjörum til framkvæmda (Mbl. 11. mars). ASÍ og SA segja að lausn Icesave sé mikilvæg til þess að fyrirtæki fái fjármuni til atvinnusköpunar og að óbreyttu verði samdráttur mun meiri en ella (Vísir 10. mars, RUV 25. feb.). Fjölmargir háskólaprófessorar hafa lýst áhyggjum sínum (Fbl. 4. mars og Mbl. 2. feb.) og greiningarfyrirtækið Moody"s segir tafir á lausn Icesave ógna efnahagsbata á Íslandi og valda stíflu í flæði fjármuna til landsins bæði frá opinberum aðilum og einkaaðilum (Mbl. 7. apríl). Tafir á Icesave hafi þannig valdið fjárhagslegum skakkaföllum, seinkað viðspyrnu atvinnulífsins, minnkað trú fjárfesta og valdið tjóni á brothættu sálarlífi þjóðarinnar. Þar bera stjórnmálamenn yst til vinstri og yst til hægri ábyrgð, enda í bandalagi undir merkjum blöndu af þjóðernishyggju og andstöðu við heimskapítalismann. Þessi öfl leiða lýðskrumið gegn Icesave og neita að horfast í augu við staðreyndir. Að ræða Icesave er ekki fallið til vinsælda enda þjóðin orðin langþreytt á málinu og enginn kostur góður. En ég sé mig knúinn til þess enda málið mikilvægt fyrir íslenskt atvinnulíf. Hrunið varð ekki á vakt núverandi þingmanna en það er hörmulegt að horfa upp á skilningsskort þeirra gagnvart stöðu atvinnulífsins. Kjörnir fulltrúar verða að horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna og ganga til samninga. Icesave er farið að valda meiri skaða en nauðsynlegt er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Þar sem fjölmargt í endurreisn atvinnulífsins veltur á erlendu fjármagni og viðskiptatrausti til Íslendinga, telja sumir stjórnmálamenn að mikilvægt sé að leysa Icesave í anda þess tilboðs sem lá á borðinu fyrir þjóðaratkvæði. Fámennur hópur stjórnmálamanna er hins vegar á annarri skoðun, og virðist ónæmur fyrir nýlegum fréttum úr atvinnulífinu. Óvíst er um verkefni Orkuveitu Reykjavíkur enda lánshæfi hennar í ruslflokki þar sem tafir á Icesave og óviss aðgangur að erlendu lánsfé veldur áhyggjum um getu fyrirtækisins til að standa í skilum (Mbl. 7. apríl). Seðlabankinn segir að með óleyst Icesave verði meira atvinnuleysi, hærri vextir, lægra gengi og meiri niðurskurður (Vísir 17. mars). Forstjóri Landsvirkjunar segir Búðarhálsvirkjun þurfa erlent fjármagn og við óleyst Icesave fái fyrirtækið ekki fjármuni á viðunandi kjörum til framkvæmda (Mbl. 11. mars). ASÍ og SA segja að lausn Icesave sé mikilvæg til þess að fyrirtæki fái fjármuni til atvinnusköpunar og að óbreyttu verði samdráttur mun meiri en ella (Vísir 10. mars, RUV 25. feb.). Fjölmargir háskólaprófessorar hafa lýst áhyggjum sínum (Fbl. 4. mars og Mbl. 2. feb.) og greiningarfyrirtækið Moody"s segir tafir á lausn Icesave ógna efnahagsbata á Íslandi og valda stíflu í flæði fjármuna til landsins bæði frá opinberum aðilum og einkaaðilum (Mbl. 7. apríl). Tafir á Icesave hafi þannig valdið fjárhagslegum skakkaföllum, seinkað viðspyrnu atvinnulífsins, minnkað trú fjárfesta og valdið tjóni á brothættu sálarlífi þjóðarinnar. Þar bera stjórnmálamenn yst til vinstri og yst til hægri ábyrgð, enda í bandalagi undir merkjum blöndu af þjóðernishyggju og andstöðu við heimskapítalismann. Þessi öfl leiða lýðskrumið gegn Icesave og neita að horfast í augu við staðreyndir. Að ræða Icesave er ekki fallið til vinsælda enda þjóðin orðin langþreytt á málinu og enginn kostur góður. En ég sé mig knúinn til þess enda málið mikilvægt fyrir íslenskt atvinnulíf. Hrunið varð ekki á vakt núverandi þingmanna en það er hörmulegt að horfa upp á skilningsskort þeirra gagnvart stöðu atvinnulífsins. Kjörnir fulltrúar verða að horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna og ganga til samninga. Icesave er farið að valda meiri skaða en nauðsynlegt er.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar