Erlent

Myrti mann fáeinum klukkustundum eftir að hafa öðlast frelsi

Frá vettvangi.
Frá vettvangi.
Víðtæk leit fer nú fram í norðausturhluta Bretlands af karlmanni sem talinn er hafa myrt mann og sært konu lífshættulega í bænum Gateshead í nótt. Maðurinn heitir Raoul Thomas Moat sat í fangelsi allt þar til í gær þegar hann öðlaðist frelsi. Hann er fyrrverandi kærasti konunnar.

Talið er að Moat hafi staðið fyrir utan húsið sem fólkið var í þegar hann hleypti af nokkrum skotum. Maðurinn var látinn þegar sjúkraflutningamenn kom á vettvang en konan var flutt alvarlega slösuð á sjúkrahús og nýtur nú lögregluverndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×