Erlent

Taka harðar á mótmælendum

Ísraelsk stjórnvöld hafa síðan í sumar handtekið tugi palestínskra og ísraelskra andófsmanna, sem hafa mótmælt opinskátt stefnu stjórnarinnar gagnvart Palestínumönnum.

Sá þekktasti er líklega Hagai Eliad, leiðtogi ísraelskra mannréttindasamtaka, sem handtekinn var síðastliðinn föstudag í austanverðri Jerúsalem ásamt sjötíu öðrum mótmælendum, þar af sautján Ísraelum.

Yfirleitt eru hinir handteknu látnir lausir nokkrum sólarhringum síðar, en gagnrýnendur segja handtökurnar merki um að Ísraelsstjórn taki harðar á mótmælendum en áður.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×