Erlent

Búast við að Wikileaks birti myndir af árásum á afganska borgara

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Telegraph býst við því að birtar verði myndir af árásum á óbreytta borgara í Afganistan.
Telegraph býst við því að birtar verði myndir af árásum á óbreytta borgara í Afganistan.
Búast má við að Wikileaks vefsíðan muni á næstunni birta myndskeið af því þegar Bandaríkjamenn bana fjölda óbreyttra afganskra borgara í loftárás.

Myndskeiðið sýnir þegar bandarískrar herþotur gera árás á talibana í Farah héraði á síðasta ári. Afgönsk stjórnvöld fullyrtu eftir árásina að 147 óbreyttir borgarar hefðu farist en niðurstöður rannsóknar sem síðar var gerð benti til þess að þeir hefðu verið 86, eftir því sem fram kemur í Daily Telegraph.

Talið er að sprengjunum hafi verið varpað til þess að styðja bandaríska og afganska fótgönguliða sem börðust við talibanska hermenn og reyndu að koma særðum liðsfélögum sínum til bjargar.

Einungis örfáir dagar eru síðan að Wikileaks birti myndskeið af því þegar bandarískar herþyrlur bönuðu óbreyttum borgurum í Írak, þar á meðal tveimur blaðamönnum. Sú myndbirting hefur vakið mikla reiði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×