Sala Sjóvar frestast líklega Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. mars 2010 19:00 Tryggingafélagið verður í eigu skilanefndar Glitnis og Íslandsbanka enn um sinn þar sem verðhugmyndir fjárfesta ríma ekki við væntingar ríkissjóðs og skilanefndar Glitnis. Fjármálaráðherra segir að fyrirtækið verði ekki selt á undirverði. Sjóvá er í dag í eigu SAT eignarhaldsfélags, sem er í eigu skilanefndar Glitnis sem á 90 prósenta hlut og Íslandsbanka sem á tæplega tíu prósent. Af þeim tólf sem skiluðu óskuldbindandi tilboðum í Sjóvá fengu sex að halda áfram og þeim gafst kostur að skila inn bindandi tilboðum. Þessir aðilar sameinuðust síðan um að skila inn tveimur tilboðum, en samkvæmt heimildum fréttastofu var himinn og haf milli verða á tilboðunum tveimur. Fyrirvarar voru á báðum en miklir fyrirvarar á hærra tilboðinu voru þess eðlis að ekki var augljóst að það yrði á endanum hagstæðara en lægra tilboðið. Viðræður stóðu síðan yfir alla síðustu viku við báða tilboðsgjafa til að fara betur yfir ákveðin atriði tengd tilboðunum. Aðkoma ríkissjóðs að söluferlinu er óbein, en ríkissjóður setti ásamt Íslandsbanka rúmlega 11 milljarða af þeim sextán milljörðum króna sem settir voru inn í rekstur Sjóvár til að tryggja áframhaldandi starfsgrundvöll fyrirtækisins, en félagið uppfyllti ekki lengur skilyrði um gjaldþol tryggingafélaga og gat ekki mætt vátryggingarskuld áður en ríkissjóður, skilanefnd Glitnis og Íslandsbanki hlupu undir bagga. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu innan úr skilanefnd Glitnis og fjármálaráðuneytinu eru allar líkur á því að Sjóvá verði ekki selt í opnu söluferli að svo stöddu. Ástæðan er sú að þau tilboð sem bárust ríma illa við hugmyndir eigandanna um verðmæti félagsins. Eigendurnir eru samstíga í málinu en ekki verður tekin endanleg ákvörðun fyrr en viðræður við tilboðsgjafa hafa verið endanlega leiddar til lykta. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, vildi ekki tjá sig efnislega um afstöðu ríkisins í málinu í samtali við fréttastofu, en sagði alveg klárt að það væru hagsmunir ríkissjóðs að fyrirtækið yrði ekki selt á undirverði. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Tryggingafélagið verður í eigu skilanefndar Glitnis og Íslandsbanka enn um sinn þar sem verðhugmyndir fjárfesta ríma ekki við væntingar ríkissjóðs og skilanefndar Glitnis. Fjármálaráðherra segir að fyrirtækið verði ekki selt á undirverði. Sjóvá er í dag í eigu SAT eignarhaldsfélags, sem er í eigu skilanefndar Glitnis sem á 90 prósenta hlut og Íslandsbanka sem á tæplega tíu prósent. Af þeim tólf sem skiluðu óskuldbindandi tilboðum í Sjóvá fengu sex að halda áfram og þeim gafst kostur að skila inn bindandi tilboðum. Þessir aðilar sameinuðust síðan um að skila inn tveimur tilboðum, en samkvæmt heimildum fréttastofu var himinn og haf milli verða á tilboðunum tveimur. Fyrirvarar voru á báðum en miklir fyrirvarar á hærra tilboðinu voru þess eðlis að ekki var augljóst að það yrði á endanum hagstæðara en lægra tilboðið. Viðræður stóðu síðan yfir alla síðustu viku við báða tilboðsgjafa til að fara betur yfir ákveðin atriði tengd tilboðunum. Aðkoma ríkissjóðs að söluferlinu er óbein, en ríkissjóður setti ásamt Íslandsbanka rúmlega 11 milljarða af þeim sextán milljörðum króna sem settir voru inn í rekstur Sjóvár til að tryggja áframhaldandi starfsgrundvöll fyrirtækisins, en félagið uppfyllti ekki lengur skilyrði um gjaldþol tryggingafélaga og gat ekki mætt vátryggingarskuld áður en ríkissjóður, skilanefnd Glitnis og Íslandsbanki hlupu undir bagga. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu innan úr skilanefnd Glitnis og fjármálaráðuneytinu eru allar líkur á því að Sjóvá verði ekki selt í opnu söluferli að svo stöddu. Ástæðan er sú að þau tilboð sem bárust ríma illa við hugmyndir eigandanna um verðmæti félagsins. Eigendurnir eru samstíga í málinu en ekki verður tekin endanleg ákvörðun fyrr en viðræður við tilboðsgjafa hafa verið endanlega leiddar til lykta. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, vildi ekki tjá sig efnislega um afstöðu ríkisins í málinu í samtali við fréttastofu, en sagði alveg klárt að það væru hagsmunir ríkissjóðs að fyrirtækið yrði ekki selt á undirverði.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira