„Sófaspeki“ sjómanns 31. mars 2010 06:00 Úlfar Hauksson skrifar um sjávarútvegsmál Helgi Áss Grétarsson, sérfræðingur við Lagastofnun Háskóla Íslands , birti grein hér í Fréttablaðinu þann 27. mars sl. undir yfirskriftinni „Söguskoðun sófaspekinga". Í greininni er Helgi að kenna íslenskum „mennta- og gáfumennum", sem hann kallar „sófaspekinga", lexíu varðandi þróun íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins. Helgi setur ofan í við „sófaspekingana" fyrir skort á almennri þekkingu á þróun íslensks sjávarútvegs auk þess sem hann segir þá gefa ranga mynd af samspili gengisfellinga íslensku krónunnar og afkomu sjávarútvegsins. Ekki er ætlunin að fara nánar út í gagnrýni Helga á „sófaspekingana". Hins vegar er augljóst að upprifjun Helga á handstýrðri hagstjórn fortíðar með síendurtekinni rússíbanareið gengisfellinga íslensku krónunnar er ekki neinum bjóðandi; hvorki einstaklingum né fyrirtækjum hvort heldur sem er til sjávar eða sveita. Grein Helga undirstrikar því hina hrópandi þörf fyrir stöðugleika í efnahagsmálum til framtíðar. Til að slíkt geti orðið þarf að taka upp annan gjaldmiðil. Flestir gera sér grein fyrir þessari staðreynd og jafnframt því að eini gjaldmiðillinn sem kemur til greina er evra. Auk þess gera flestir sér grein fyrir því að evra fæst ekki nema með aðild að ESB.Áskorun Helga ÁssHelgi telur að það „væri þarft verk fyrir marga sófaspekinga íslenskrar menntaelítu að kynna sér sögu íslenskrar fiskveiðistjórnar betur og bera hana t.d. saman við þróun fiskveiðistefnu Evrópusambandsins frá árinu 1983. Sé það gert af bærilegri sanngirni sést hversu stoltir Íslendingar geta verið af sínu fiskveiðistjórnkerfi". Eflaust er það rétt hjá Helga að margur „sófaspekingurinn" mætti kynna sér sögu og þróun íslensks sjávarútvegs betur. Í fræðistörfum sínum hefur Helgi gert það og komist að niðurstöðu um ágæti þess kerfis sem við búum við í dag og er ekkert nema gott um það að segja. Við lestur greinar Helga hnaut ég hins vegar um þá áskorun að bera saman sögu íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins og stefnu ESB með „bærilegri sanngirni". Fullyrt er að samanburðurinn sýni yfirburði Íslendinga umfram aðra við fiskveiðistjórnun. Nú vill svo til að undirritaður hefur unnið rannsókn þar sem íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið er borið saman við sjávarútvegsstefnu ESB með hugsanlega aðild í huga. Ljóst má vera að sjávarútvegur í ESB glímir við mikinn vanda. Jafnframt er ljóst að það er eins konar íþrótt á Íslandi að tala af léttúð og vanþekkingu um sjávarútveg í ESB. Þær aðstæður sem sjávarútvegur í ESB býr við eru með allt öðrum og ósambærilegum hætti en hér á Íslandi. Ósambærilegar aðstæðurÍ samanburði við ESB, þar sem fiskveiðilögsögur skarast undantekningalaust og fiskistofnar eru sameiginlegir, má með „bærilegri sanngirni" segja að fiskveiðistjórnun á Íslandi fari fram í einangruðu fiskabúri. Fullyrða má að ef ekki er hægt að ná góðum árangri við fiskveiðistjórnun á Íslandi, þar sem flestir okkar helstu nytjastofnar eru tiltölulega staðbundnir, er það hvergi hægt. Strandríki ESB búa við gerólíkar aðstæður og úrlausnarefni af allt annarri stærðargráðu auk þess sem sjávarútvegur er rekinn með gerólíkum formerkjum af augljósum efnahagslegum ástæðum. Af landfræðilegum ástæðum fer fiskveiðistjórnun í ESB að hluta til fram á alþjóðlegum vettvangi sambandsins - aðstæður leyfa einfaldlega ekki annað. Þar er t.d. tekinn sameiginleg ákvörðun um hámarksafla sem er úthlutað til strandríkja sem síðan geta stuðst við hvaða kerfi sem er við upptöku aflans. Dæmi eru um afbrigði við íslenska kvótakerfið hvað það varðar. Þrátt fyrir ýmsa annmarka sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar, og „sófaspeki" margra gáfumanna, er algjörlega útilokað að stjórna fiskveiðum alfarið frá einstaka strandríki - slíkt yrði einfaldlega ávísun á allsherjar þorskastríð. Það er því algjör misskilningur að sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB sé rót alls hins illa í evrópskum sjávarútvegi. Málið er mun flóknara en svo og fullyrða má að staðan væri síst betri hefðu menn ekki vettvang ESB til að ráða ráðum sínum. Söguleg þróun og sanngirniÍslenska kvótakerfið hefur knúið fram hagræðingu í sjávarútvegi á ýmsum sviðum. Sé hins vegar litið til þess afla sem við Íslendingar tökum úr sjó í dag, eftir áratuga kvótakerfi, má hins vegar efast um ágæti kerfisins sem fiskveiðistjórnunartæki. Undirritaður gerir sér hins vegar fulla grein fyrir því að hér er um flókið samspil stjórnunar og umhverfisaðstæðna að ræða. En hverju sem því líður þá má með „bærilegri sanngirni" segja að íslenska „fiskabúrið" sé í veigamiklum atriðum fullkomlega ósamanburðarhæft við þann flókna veruleika sem hafsvæði ESB býður upp á. Það vita þeir sem hafa kynnt sér sögulega þróun fiskveiða og fiskveiðistjórnunar á Íslandi og í ESB. Höfundur er stjórnmálafræðingur og togarasjómaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Úlfar Hauksson skrifar um sjávarútvegsmál Helgi Áss Grétarsson, sérfræðingur við Lagastofnun Háskóla Íslands , birti grein hér í Fréttablaðinu þann 27. mars sl. undir yfirskriftinni „Söguskoðun sófaspekinga". Í greininni er Helgi að kenna íslenskum „mennta- og gáfumennum", sem hann kallar „sófaspekinga", lexíu varðandi þróun íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins. Helgi setur ofan í við „sófaspekingana" fyrir skort á almennri þekkingu á þróun íslensks sjávarútvegs auk þess sem hann segir þá gefa ranga mynd af samspili gengisfellinga íslensku krónunnar og afkomu sjávarútvegsins. Ekki er ætlunin að fara nánar út í gagnrýni Helga á „sófaspekingana". Hins vegar er augljóst að upprifjun Helga á handstýrðri hagstjórn fortíðar með síendurtekinni rússíbanareið gengisfellinga íslensku krónunnar er ekki neinum bjóðandi; hvorki einstaklingum né fyrirtækjum hvort heldur sem er til sjávar eða sveita. Grein Helga undirstrikar því hina hrópandi þörf fyrir stöðugleika í efnahagsmálum til framtíðar. Til að slíkt geti orðið þarf að taka upp annan gjaldmiðil. Flestir gera sér grein fyrir þessari staðreynd og jafnframt því að eini gjaldmiðillinn sem kemur til greina er evra. Auk þess gera flestir sér grein fyrir því að evra fæst ekki nema með aðild að ESB.Áskorun Helga ÁssHelgi telur að það „væri þarft verk fyrir marga sófaspekinga íslenskrar menntaelítu að kynna sér sögu íslenskrar fiskveiðistjórnar betur og bera hana t.d. saman við þróun fiskveiðistefnu Evrópusambandsins frá árinu 1983. Sé það gert af bærilegri sanngirni sést hversu stoltir Íslendingar geta verið af sínu fiskveiðistjórnkerfi". Eflaust er það rétt hjá Helga að margur „sófaspekingurinn" mætti kynna sér sögu og þróun íslensks sjávarútvegs betur. Í fræðistörfum sínum hefur Helgi gert það og komist að niðurstöðu um ágæti þess kerfis sem við búum við í dag og er ekkert nema gott um það að segja. Við lestur greinar Helga hnaut ég hins vegar um þá áskorun að bera saman sögu íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins og stefnu ESB með „bærilegri sanngirni". Fullyrt er að samanburðurinn sýni yfirburði Íslendinga umfram aðra við fiskveiðistjórnun. Nú vill svo til að undirritaður hefur unnið rannsókn þar sem íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið er borið saman við sjávarútvegsstefnu ESB með hugsanlega aðild í huga. Ljóst má vera að sjávarútvegur í ESB glímir við mikinn vanda. Jafnframt er ljóst að það er eins konar íþrótt á Íslandi að tala af léttúð og vanþekkingu um sjávarútveg í ESB. Þær aðstæður sem sjávarútvegur í ESB býr við eru með allt öðrum og ósambærilegum hætti en hér á Íslandi. Ósambærilegar aðstæðurÍ samanburði við ESB, þar sem fiskveiðilögsögur skarast undantekningalaust og fiskistofnar eru sameiginlegir, má með „bærilegri sanngirni" segja að fiskveiðistjórnun á Íslandi fari fram í einangruðu fiskabúri. Fullyrða má að ef ekki er hægt að ná góðum árangri við fiskveiðistjórnun á Íslandi, þar sem flestir okkar helstu nytjastofnar eru tiltölulega staðbundnir, er það hvergi hægt. Strandríki ESB búa við gerólíkar aðstæður og úrlausnarefni af allt annarri stærðargráðu auk þess sem sjávarútvegur er rekinn með gerólíkum formerkjum af augljósum efnahagslegum ástæðum. Af landfræðilegum ástæðum fer fiskveiðistjórnun í ESB að hluta til fram á alþjóðlegum vettvangi sambandsins - aðstæður leyfa einfaldlega ekki annað. Þar er t.d. tekinn sameiginleg ákvörðun um hámarksafla sem er úthlutað til strandríkja sem síðan geta stuðst við hvaða kerfi sem er við upptöku aflans. Dæmi eru um afbrigði við íslenska kvótakerfið hvað það varðar. Þrátt fyrir ýmsa annmarka sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar, og „sófaspeki" margra gáfumanna, er algjörlega útilokað að stjórna fiskveiðum alfarið frá einstaka strandríki - slíkt yrði einfaldlega ávísun á allsherjar þorskastríð. Það er því algjör misskilningur að sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB sé rót alls hins illa í evrópskum sjávarútvegi. Málið er mun flóknara en svo og fullyrða má að staðan væri síst betri hefðu menn ekki vettvang ESB til að ráða ráðum sínum. Söguleg þróun og sanngirniÍslenska kvótakerfið hefur knúið fram hagræðingu í sjávarútvegi á ýmsum sviðum. Sé hins vegar litið til þess afla sem við Íslendingar tökum úr sjó í dag, eftir áratuga kvótakerfi, má hins vegar efast um ágæti kerfisins sem fiskveiðistjórnunartæki. Undirritaður gerir sér hins vegar fulla grein fyrir því að hér er um flókið samspil stjórnunar og umhverfisaðstæðna að ræða. En hverju sem því líður þá má með „bærilegri sanngirni" segja að íslenska „fiskabúrið" sé í veigamiklum atriðum fullkomlega ósamanburðarhæft við þann flókna veruleika sem hafsvæði ESB býður upp á. Það vita þeir sem hafa kynnt sér sögulega þróun fiskveiða og fiskveiðistjórnunar á Íslandi og í ESB. Höfundur er stjórnmálafræðingur og togarasjómaður.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun