Rokksögulegir hamborgarar 31. mars 2010 06:00 Kiddi rót Við rokksögulegar minjar úr Mogganum á Kaffi Kidda rót.fréttablaðið/stefán Kiddi rót er kominn í bæinn með landsþekkta hamborgara sína. Á nýjum hamborgarastað í Mosfellsbæ hefur hann skráð sögu íslenskra hljómsveita. „Þetta eru bestu hamborgarar á landinu. Ég fer ekkert ofan af því fyrr en einhver getur afsannað það!“ segir Kristinn T. Haraldsson, Kiddi rót, sem opnaði Kaffi Kidda rót í Mosfellsbænum í gær. Veitingastaðurinn var lengi í Hveragerði, en Kiddi segist hafa hrakist þaðan því eigandi húsnæðisins hafi sett upp óraunhæfa leigu. „Ég neitaði að borga svona háa leigu svo við fórum bara. Við enduðum hérna við hliðina á Krónunni í Mosfellsbæ, þar sem Remax var, og ég sé ekkert eftir því.“ Kiddi segist vera búinn að fá alvöru fólk í eldhúsið og boðið er upp á ýmsar veitingar, meðal annars hina frægu rómantísku hamborgara. „Einn sagði: ef þú finnur ekkert við þitt hæfi, þá ertu nú bara ekkert svangur. Svo er ég með heljarmikla sýningu hérna sem toppar allt,“ segir Kiddi hreykinn. „Ég gerði samning við Þjóðarbókhlöðuna og þeir flettu upp öllum dansleikjaauglýsingum í Mogganum. Án þess að fatta það skrifaði Mogginn sögu íslenskra hljómsveita með þessum auglýsingum. Ég raðaði þessu saman á 40 sentimetra breiðan borða sem sker salinn í sundur og þú getur séð ár fyrir ár hvaða hljómsveitir voru í gangi. Fyrsta auglýsingin er með Þorgeiri Ástvalds frá 1966 og svo heldur þetta áfram til ársins 1988. Þorgeir kom hérna og fékk flassbakk. Það staldra allir við myndina af honum, ég held hann sé 14 ára eða eitthvað á henni. Svo er ég með útklippur og risamyndir af hljómsveitum. Þetta kemur helvíti flott út. Þetta er rokksögulegur veitingastaður!“ Kiddi segir fólk gjörsamlega týna sér í sýningunni. „Það eru eiginlega öll bönd hérna, frá gömludansaböndum og upp úr. Hingað kom einn frá Vinnueftirlitinu. Hann sagði: Ég var nú í hljómsveit í gamla daga. Þú ert ábyggilega ekki með mynd af henni af því hún var nánast óþekkt. Ég spurði hvaða hljómsveit það væri og hann sagðist hafa verið í hljómsveitinni Loðmundi. Ég gat bent honum á risastóra mynd af hljómsveitinni, svo hann sagði: Ég þarf ekkert að skoða þetta hjá þér, það er mynd af mér uppi á vegg!“ drgunni@frettabladid.is Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
Kiddi rót er kominn í bæinn með landsþekkta hamborgara sína. Á nýjum hamborgarastað í Mosfellsbæ hefur hann skráð sögu íslenskra hljómsveita. „Þetta eru bestu hamborgarar á landinu. Ég fer ekkert ofan af því fyrr en einhver getur afsannað það!“ segir Kristinn T. Haraldsson, Kiddi rót, sem opnaði Kaffi Kidda rót í Mosfellsbænum í gær. Veitingastaðurinn var lengi í Hveragerði, en Kiddi segist hafa hrakist þaðan því eigandi húsnæðisins hafi sett upp óraunhæfa leigu. „Ég neitaði að borga svona háa leigu svo við fórum bara. Við enduðum hérna við hliðina á Krónunni í Mosfellsbæ, þar sem Remax var, og ég sé ekkert eftir því.“ Kiddi segist vera búinn að fá alvöru fólk í eldhúsið og boðið er upp á ýmsar veitingar, meðal annars hina frægu rómantísku hamborgara. „Einn sagði: ef þú finnur ekkert við þitt hæfi, þá ertu nú bara ekkert svangur. Svo er ég með heljarmikla sýningu hérna sem toppar allt,“ segir Kiddi hreykinn. „Ég gerði samning við Þjóðarbókhlöðuna og þeir flettu upp öllum dansleikjaauglýsingum í Mogganum. Án þess að fatta það skrifaði Mogginn sögu íslenskra hljómsveita með þessum auglýsingum. Ég raðaði þessu saman á 40 sentimetra breiðan borða sem sker salinn í sundur og þú getur séð ár fyrir ár hvaða hljómsveitir voru í gangi. Fyrsta auglýsingin er með Þorgeiri Ástvalds frá 1966 og svo heldur þetta áfram til ársins 1988. Þorgeir kom hérna og fékk flassbakk. Það staldra allir við myndina af honum, ég held hann sé 14 ára eða eitthvað á henni. Svo er ég með útklippur og risamyndir af hljómsveitum. Þetta kemur helvíti flott út. Þetta er rokksögulegur veitingastaður!“ Kiddi segir fólk gjörsamlega týna sér í sýningunni. „Það eru eiginlega öll bönd hérna, frá gömludansaböndum og upp úr. Hingað kom einn frá Vinnueftirlitinu. Hann sagði: Ég var nú í hljómsveit í gamla daga. Þú ert ábyggilega ekki með mynd af henni af því hún var nánast óþekkt. Ég spurði hvaða hljómsveit það væri og hann sagðist hafa verið í hljómsveitinni Loðmundi. Ég gat bent honum á risastóra mynd af hljómsveitinni, svo hann sagði: Ég þarf ekkert að skoða þetta hjá þér, það er mynd af mér uppi á vegg!“ drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira