Rokksögulegir hamborgarar 31. mars 2010 06:00 Kiddi rót Við rokksögulegar minjar úr Mogganum á Kaffi Kidda rót.fréttablaðið/stefán Kiddi rót er kominn í bæinn með landsþekkta hamborgara sína. Á nýjum hamborgarastað í Mosfellsbæ hefur hann skráð sögu íslenskra hljómsveita. „Þetta eru bestu hamborgarar á landinu. Ég fer ekkert ofan af því fyrr en einhver getur afsannað það!“ segir Kristinn T. Haraldsson, Kiddi rót, sem opnaði Kaffi Kidda rót í Mosfellsbænum í gær. Veitingastaðurinn var lengi í Hveragerði, en Kiddi segist hafa hrakist þaðan því eigandi húsnæðisins hafi sett upp óraunhæfa leigu. „Ég neitaði að borga svona háa leigu svo við fórum bara. Við enduðum hérna við hliðina á Krónunni í Mosfellsbæ, þar sem Remax var, og ég sé ekkert eftir því.“ Kiddi segist vera búinn að fá alvöru fólk í eldhúsið og boðið er upp á ýmsar veitingar, meðal annars hina frægu rómantísku hamborgara. „Einn sagði: ef þú finnur ekkert við þitt hæfi, þá ertu nú bara ekkert svangur. Svo er ég með heljarmikla sýningu hérna sem toppar allt,“ segir Kiddi hreykinn. „Ég gerði samning við Þjóðarbókhlöðuna og þeir flettu upp öllum dansleikjaauglýsingum í Mogganum. Án þess að fatta það skrifaði Mogginn sögu íslenskra hljómsveita með þessum auglýsingum. Ég raðaði þessu saman á 40 sentimetra breiðan borða sem sker salinn í sundur og þú getur séð ár fyrir ár hvaða hljómsveitir voru í gangi. Fyrsta auglýsingin er með Þorgeiri Ástvalds frá 1966 og svo heldur þetta áfram til ársins 1988. Þorgeir kom hérna og fékk flassbakk. Það staldra allir við myndina af honum, ég held hann sé 14 ára eða eitthvað á henni. Svo er ég með útklippur og risamyndir af hljómsveitum. Þetta kemur helvíti flott út. Þetta er rokksögulegur veitingastaður!“ Kiddi segir fólk gjörsamlega týna sér í sýningunni. „Það eru eiginlega öll bönd hérna, frá gömludansaböndum og upp úr. Hingað kom einn frá Vinnueftirlitinu. Hann sagði: Ég var nú í hljómsveit í gamla daga. Þú ert ábyggilega ekki með mynd af henni af því hún var nánast óþekkt. Ég spurði hvaða hljómsveit það væri og hann sagðist hafa verið í hljómsveitinni Loðmundi. Ég gat bent honum á risastóra mynd af hljómsveitinni, svo hann sagði: Ég þarf ekkert að skoða þetta hjá þér, það er mynd af mér uppi á vegg!“ drgunni@frettabladid.is Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Kiddi rót er kominn í bæinn með landsþekkta hamborgara sína. Á nýjum hamborgarastað í Mosfellsbæ hefur hann skráð sögu íslenskra hljómsveita. „Þetta eru bestu hamborgarar á landinu. Ég fer ekkert ofan af því fyrr en einhver getur afsannað það!“ segir Kristinn T. Haraldsson, Kiddi rót, sem opnaði Kaffi Kidda rót í Mosfellsbænum í gær. Veitingastaðurinn var lengi í Hveragerði, en Kiddi segist hafa hrakist þaðan því eigandi húsnæðisins hafi sett upp óraunhæfa leigu. „Ég neitaði að borga svona háa leigu svo við fórum bara. Við enduðum hérna við hliðina á Krónunni í Mosfellsbæ, þar sem Remax var, og ég sé ekkert eftir því.“ Kiddi segist vera búinn að fá alvöru fólk í eldhúsið og boðið er upp á ýmsar veitingar, meðal annars hina frægu rómantísku hamborgara. „Einn sagði: ef þú finnur ekkert við þitt hæfi, þá ertu nú bara ekkert svangur. Svo er ég með heljarmikla sýningu hérna sem toppar allt,“ segir Kiddi hreykinn. „Ég gerði samning við Þjóðarbókhlöðuna og þeir flettu upp öllum dansleikjaauglýsingum í Mogganum. Án þess að fatta það skrifaði Mogginn sögu íslenskra hljómsveita með þessum auglýsingum. Ég raðaði þessu saman á 40 sentimetra breiðan borða sem sker salinn í sundur og þú getur séð ár fyrir ár hvaða hljómsveitir voru í gangi. Fyrsta auglýsingin er með Þorgeiri Ástvalds frá 1966 og svo heldur þetta áfram til ársins 1988. Þorgeir kom hérna og fékk flassbakk. Það staldra allir við myndina af honum, ég held hann sé 14 ára eða eitthvað á henni. Svo er ég með útklippur og risamyndir af hljómsveitum. Þetta kemur helvíti flott út. Þetta er rokksögulegur veitingastaður!“ Kiddi segir fólk gjörsamlega týna sér í sýningunni. „Það eru eiginlega öll bönd hérna, frá gömludansaböndum og upp úr. Hingað kom einn frá Vinnueftirlitinu. Hann sagði: Ég var nú í hljómsveit í gamla daga. Þú ert ábyggilega ekki með mynd af henni af því hún var nánast óþekkt. Ég spurði hvaða hljómsveit það væri og hann sagðist hafa verið í hljómsveitinni Loðmundi. Ég gat bent honum á risastóra mynd af hljómsveitinni, svo hann sagði: Ég þarf ekkert að skoða þetta hjá þér, það er mynd af mér uppi á vegg!“ drgunni@frettabladid.is
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira