Erlent

Elstu myndir af postulunum uppgötvaðar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Myndirnar fundust í þessari grafhvelfingu á Ítalíu. Mynd/ AFP.
Myndirnar fundust í þessari grafhvelfingu á Ítalíu. Mynd/ AFP.
Vísindamenn á Ítalíu hafa fundið málverk sem talin eru vera elstu myndir af lærisveinum Krists. Þegar verkin voru skoðuð með nýrri leysitækni í Róm mátti greina andlit postulanna Andrésar, Jóhannesar, Péturs og Páls, að því er fram kemur í frétt á vef BBC.

Talið er að myndirnar séu frá því á seinni hluta fjórðu aldar eða byrjun fimmtu aldar. Getgátur eru um að þessar myndir hafi haft áhrif á það hvernig seinni tíma listamenn hafi túlkað postulana í verkum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×