Erlent

Gleðiganga í skugga blóðugra átaka

Öfgamenn sveifla serbneska fánanum.
Öfgamenn sveifla serbneska fánanum.

Serbneska lögreglan lenti í hörðum átökum við öfgamenn í Belgrad sem ætluðu að stöðva Gleðigöngu samkynhneigðra þar í borg.

Lögreglan beitti meðal annars táragasi á óeirðaseggina, sem eru öfga-hægri menn samkvæmt BBC. Þá hafa óeirðaseggirnir kastað bensínsprengjum í lögregluna.

Átökin hófust í dag þegar hundruðir öfgamanna reyndu að stöðva göngu samkynhneigðra.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Belgrad hafa nokkrir lögreglumenn slasast í átökunum.

Gleðigangan nú er sú fyrsta sem er haldin í Serbíu síðan 2001 en sú ganga endaði einnig með ofbeldi.

Í gær mótmæltu nokkur þúsund Serba göngunni sem fram fór í dag. Samkvæmt BBC er samkynhneigð almennt illa séð í landinu.

Lögreglan hefur reynt að tryggja öryggi göngumanna og hefur meðal annars lokað miðborg Belgrad þeim til varnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×