Þjóðin þarfnast auðlinda sinna 15. mars 2010 06:00 Karl V. Matthíasson skrifar um sjávar-útvegsmál Ísland þarf á sjómönnum að halda. Þeir eru einn grundvöllur þess að Ísland getið risið úr rústum græðginnar. Framlag íslenskra sjómanna til þjóðarbúsins fyrr og síðar er ómetanlegt. Sjómenn hafa háð harðvítuga baráttu við sjóinn og fyrir kjörum sínum. Slysavarnir, vökulög, tryggingar, jólafrí, reglulegt uppgjör og margt annað kemur upp í hugann. Þó fyrirkomulag útgerðar breytist verða alltaf til sjómenn. Fiskimið íslensku þjóðarinnar eru ein verðmætasta auðlind okkar. En það nægir ekki einni þjóð að eiga auðlindir ef hún gætir þeirra ekki. Ef fáeinir menn ráða yfir auðlindinni er hætta á aukinni misskiptingu og ranglæti. Til eru fátæk lönd sem rík eru af auðlindum. Þetta virðist mótsögn en samt er þetta nú svona. Í slíkum löndum nýtur viðkomandi þjóð í litlu auðlinda sinna því þar fara auðhringar með völdin og skeyta ekki í nokkru um hag fólksins, heldur hugsa aðeins um eigin gróða. Peningaþorsti brenglar fólk svo mikið að gott siðferði gleymist. Við súpum nú seyðið af peningaþorsta og græðgi fárra einstaklinga. Það er brýnt að setja lög sem aflétta þeirri einokun, samþjöppun og klíkumyndunum sem átt hafa sér stað á síðust áratugum. Hrunið á að verða okkur til lærdóms og þroska en ekki til þess að græðgi og eigingirni haldi áfram að vaxa í landinu. Bankarnir fóru á hausinn, stór hluti verslunarinnar er í rauninni á hausnum, byggingariðnaðurinn er líka farinn yfir um og skuldir sjávarútvegsins eru mjög miklar og landbúnaðurinn er ekki í vænlegri stöðu. Hvernig eigum við að endurreisa þetta allt og byggja upp á ný? Gerum við það með því að reyna að koma öllu í fyrra horf af því að við höfum ekki kjark til þess að breyta og af því að meðvirkni og jafnvel spilling er svo mikil? Til að skapa nýtt þarf hugrekki en ekki ótta. Byrjum á því að breyta stjórnarskránni sem er grundvöllur samfélagsreglnanna. Þar koma lýðræðis- og auðlindamálin fyrst upp í hugann. Umræðan sem fer nú fram um auðlindamál sjávarins snýst allt of mikið um tæknileg atriði, en ekki hvernig hún geti nýst þjóðinni á sem víðtækastan hátt til atvinnusköpunar, gjaldeyrisöflunar og velferðar. Minna er rætt um hvernig atvinnufrelsi og möguleikar til nýliðunar í sjávarútvegi eigi að vera. Þess í stað er klifað á því að greinin sjálf verði að bera sig og engu megi breyta því þá sé voðinn vís. Alið er á ótta og skelfingu. Við verðum að átta okkur á því að sú samþjöppun, frelsisskerðing og einokun í atvinnulífinu sem vaxið hefur á Íslandi í skjóli hagfræðikenninga um frjálsan markað hafa leitt okkur í þær mestu ógöngur sem þjóðin hefur lent í. Var frelsið sem markaðurinn fékk tekið frá einstaklingunum? Eða hvaðan kom það? Til þess að þjóðir séu frjálsar og til þess að velsæld ríki í löndunum þá verður fólkið sem myndar þjóðina að hafa yfirráð yfir auðlindum sínum og ákveða hvernig þær skuli nýttar öllum til hagsbóta. Ef auðlindir eru eftirsóknarverðar munu menn ávallt sækja í þær. Og þá er mikilvægt að aðgangurinn að þeim sé veittur af ríkisvaldinu en ekki auðhringjum sem mynda leiguliðakerfi um þær. Betra er að þjóðin leigi þeim sem nýta vilja á eðlilegu og sanngjörnu verði. Núverandi stjórnarflokkar lofuðu báðir breytingum á fiskveiðistjórnarkerfinu og hlutu góða kosningu fyrir vikið. Mjög brýnt er að breytingatillögurnar komi sem fyrst fram því allt verður gert til að tefja og bregða fyrir fæti. Annað er það sem leggur stjórnvöldum skyldur á herðar en það er úrskurður mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna um að fiskveiðistjórnarkerfi okkar sé brot á atvinnufrelsi og mannréttindum. Ég hvet alla landa mína til þess að hugsa alvarlega um það hvernig auðlindir lands og sjávar nýtist okkur sem best til endurreisnar og börnum okkar til góðs í framtíðinni. Milljarðarnir eiga að fara til uppbyggingar landsins en ekki til örfárra einstaklinga. Höfundur er prestur og fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Karl V. Matthíasson skrifar um sjávar-útvegsmál Ísland þarf á sjómönnum að halda. Þeir eru einn grundvöllur þess að Ísland getið risið úr rústum græðginnar. Framlag íslenskra sjómanna til þjóðarbúsins fyrr og síðar er ómetanlegt. Sjómenn hafa háð harðvítuga baráttu við sjóinn og fyrir kjörum sínum. Slysavarnir, vökulög, tryggingar, jólafrí, reglulegt uppgjör og margt annað kemur upp í hugann. Þó fyrirkomulag útgerðar breytist verða alltaf til sjómenn. Fiskimið íslensku þjóðarinnar eru ein verðmætasta auðlind okkar. En það nægir ekki einni þjóð að eiga auðlindir ef hún gætir þeirra ekki. Ef fáeinir menn ráða yfir auðlindinni er hætta á aukinni misskiptingu og ranglæti. Til eru fátæk lönd sem rík eru af auðlindum. Þetta virðist mótsögn en samt er þetta nú svona. Í slíkum löndum nýtur viðkomandi þjóð í litlu auðlinda sinna því þar fara auðhringar með völdin og skeyta ekki í nokkru um hag fólksins, heldur hugsa aðeins um eigin gróða. Peningaþorsti brenglar fólk svo mikið að gott siðferði gleymist. Við súpum nú seyðið af peningaþorsta og græðgi fárra einstaklinga. Það er brýnt að setja lög sem aflétta þeirri einokun, samþjöppun og klíkumyndunum sem átt hafa sér stað á síðust áratugum. Hrunið á að verða okkur til lærdóms og þroska en ekki til þess að græðgi og eigingirni haldi áfram að vaxa í landinu. Bankarnir fóru á hausinn, stór hluti verslunarinnar er í rauninni á hausnum, byggingariðnaðurinn er líka farinn yfir um og skuldir sjávarútvegsins eru mjög miklar og landbúnaðurinn er ekki í vænlegri stöðu. Hvernig eigum við að endurreisa þetta allt og byggja upp á ný? Gerum við það með því að reyna að koma öllu í fyrra horf af því að við höfum ekki kjark til þess að breyta og af því að meðvirkni og jafnvel spilling er svo mikil? Til að skapa nýtt þarf hugrekki en ekki ótta. Byrjum á því að breyta stjórnarskránni sem er grundvöllur samfélagsreglnanna. Þar koma lýðræðis- og auðlindamálin fyrst upp í hugann. Umræðan sem fer nú fram um auðlindamál sjávarins snýst allt of mikið um tæknileg atriði, en ekki hvernig hún geti nýst þjóðinni á sem víðtækastan hátt til atvinnusköpunar, gjaldeyrisöflunar og velferðar. Minna er rætt um hvernig atvinnufrelsi og möguleikar til nýliðunar í sjávarútvegi eigi að vera. Þess í stað er klifað á því að greinin sjálf verði að bera sig og engu megi breyta því þá sé voðinn vís. Alið er á ótta og skelfingu. Við verðum að átta okkur á því að sú samþjöppun, frelsisskerðing og einokun í atvinnulífinu sem vaxið hefur á Íslandi í skjóli hagfræðikenninga um frjálsan markað hafa leitt okkur í þær mestu ógöngur sem þjóðin hefur lent í. Var frelsið sem markaðurinn fékk tekið frá einstaklingunum? Eða hvaðan kom það? Til þess að þjóðir séu frjálsar og til þess að velsæld ríki í löndunum þá verður fólkið sem myndar þjóðina að hafa yfirráð yfir auðlindum sínum og ákveða hvernig þær skuli nýttar öllum til hagsbóta. Ef auðlindir eru eftirsóknarverðar munu menn ávallt sækja í þær. Og þá er mikilvægt að aðgangurinn að þeim sé veittur af ríkisvaldinu en ekki auðhringjum sem mynda leiguliðakerfi um þær. Betra er að þjóðin leigi þeim sem nýta vilja á eðlilegu og sanngjörnu verði. Núverandi stjórnarflokkar lofuðu báðir breytingum á fiskveiðistjórnarkerfinu og hlutu góða kosningu fyrir vikið. Mjög brýnt er að breytingatillögurnar komi sem fyrst fram því allt verður gert til að tefja og bregða fyrir fæti. Annað er það sem leggur stjórnvöldum skyldur á herðar en það er úrskurður mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna um að fiskveiðistjórnarkerfi okkar sé brot á atvinnufrelsi og mannréttindum. Ég hvet alla landa mína til þess að hugsa alvarlega um það hvernig auðlindir lands og sjávar nýtist okkur sem best til endurreisnar og börnum okkar til góðs í framtíðinni. Milljarðarnir eiga að fara til uppbyggingar landsins en ekki til örfárra einstaklinga. Höfundur er prestur og fyrrverandi alþingismaður.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun