Erlent

Netanyahu krefst aðgerða

Mynd/AP
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, krefst þess að alþjóðasamfélagið bregðist skjótt og með afgerandi hætti við kjarnorkuframleiðslu Írana.

Íransforseti hefur farið fram á það við yfirmann kjarnorkumála landsins að framleiðsla á auðguðu úrani verði aukin um 20 prósent. Verkefnið er hluti af áætlun Írana um að flytja auðgað úran úr landi í skiptum fyrir kjarnorkueldsneyti.

Netanyahu telur brýnt að stöðva þessar fyrirætlanir og til þess vill hann beita Írani hörðum viðurlögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×